Ég var að velta því fyrir mér hvort að einhver gæti hjálpað mér.

Sagan er þessi. Ég var að fá fasta ip tölu á vélina hjá mér og er búinn að setja upp ftp server og allt gekk í sögu en ég ætla líka að setja þetta upp þannig að ég geti hýst mínar eigin síður á vélinni með því að nota iis og allt það. En málið er bara að þegar ég slæ inn ip töluna í browserinn þá fæ ég upp stillingarsíðuna fyrir adsl modemið….eins og það eigi eftir að stilla eitthvað í honum. Ég spurðist eitthvað fyrir og þá sagði einn mér að það þyrfti að segja modeminu þeas porti 81 sem er fyrir síðurnar að það eigi að fara á vélina og eitthvað meira sem ég skildi ekki alveg.

Það tók mig tvær vikur að fá internet fyrirtækið mitt til að hjálpa mér að græja ftp serverinn (sem var btw leyst á fimm mín.) og nú er það búið að taka mig 3 vikur í viðbót að reyna að leysa þetta og þeir svara mér aldrei þegar ég sendi póst og ekki þegar ég skil eftir skilaboð. ÉG vildi því vita hvort að einhver hér kynni þetta og gæti leiðbeint mér.

Ég er að nota ASUS AAM 6000EV adsl modem sem fer í hub og þaðan í vélina.

Öll hjálp er vel þegin.