Sælt veri fólkið,

eftir að vera búinn að kíkja á nokkrar greinar hérna á Huga, þá finnst mér ekki ríkja mikil bjartsýni í tölvugeiranum þegar talað er um að ná sér í góða atvinnu. Þá á það sérstaklega við í margmiðlun/grafík. Ég hef ekki séð nein atvinnutilboð í tölvugeiranum í sambandið við grafíkvinnu í nokkurn tíma. Það eru bara forritarar sem eiga einhvern séns að því er virðist.

Nú er aðstaða mín þannig að ég er búinn að klára nám hér í San Francisco, USA. Eftir námið fékk ég eins árs atvinnuleyfi og líður skjótt að því að það rennur út. Það þýðir að ég þarf að fara að pæla í hvað ég á að gera á Íslandi.

Ég útskrifaðist með Certificate í Internet Design & Technology frá San Francisco State University. Ég geri ráð fyrir að þetta hafi verið svipað nám og MMS hefur uppá að bjóða þó held ég að námið sem ég tók sé á hærra plani, eins og er a.m.k. Ég hef fengið töluverða reynslu á þessu eina ári mínu í vinnu hérna úti. Ég kann ekki mikið í forritun en hef aðallega verið að skripta í Flash Actionscript, JavaScript og Qscript (í Live Stage Pro, Quicktime) Ég hef töluverða þekkingu á mörgum hlutum en mínar sterkustu hliðar eru Flash, HTML og QuicktimeVR/Live Stage Pro. Ég er með nokkuð impressive portfolio með kúnna eins og <a href="http://www.skaggsdesign.com/Nasa/Large/fac02_jpl/index.htm“>NASA</A>(er ennþá í vinnslu), <A href=”http://www.winterich.com/“>Studio Winterich</a> og <a href=”http://www.studiosarch.com/“>Studios Architecture</a>
Portfolioið mitt er á <A href=”http://www.bjarki.net“>www.bjarki.net</a> en hefur ekki verið uppfært lengi þannig að eitthvað gæti verið af brotnum/röngum linkum.

Þessi póstur átti nú ekki að verða að starfsferilsskrá, en mig langar endilega að heyra ykkar álit á hvað þið mynduð gera í svipuðum sporum.

Ég er að spá í að skella mér í Háskóla Reykjavíkur og taka kerfisfræði á 2 árum. Eftir það ætti ég að vera með ansi góðan séns á að lenda góðu starfi. En spurningin er: á ég kannski bara að skella mér út á vinnumarkaðinn strax? Hvernig er það, fá Flash/Quicktime gæjar ekki miklu lélegri laun heldur en forritarar?

Síðan hef ég aðra spurningu en hún er í sambandi við Linux. Nú hef ég aðeins kíkt inn í Linux heiminn og mér finnst hann mjög spennandi. Mér skilst að Háskóli Reykjavíkur sé algerlega Microsoft based, er einhver annar skóli í Reykjavík sem kennir meira á Linux? Eða keyra kannski allir NT? Það borgar sig þá kannski ekkert að eyða tíma í Linux?
Hvað teljast vera góð laun í þessum bransa á Íslandi?

Þegar ég byrjaði í skólanum hérna úti haustið ‘99 þá var allt í fullum blóma í .com bransanum hérna í San Francisco. Ef þú kunnir eitthvað smá í HTML gastu nánast auðveldlega fengið hálaunaða vinnu. Þegar ég útskrifaðist ’01 var ég einn af þeim fáum sem fékk internship hjá fyrirtæki í mínum bekk. Svo mikil var breytingin á 2 árum. Núna er erfitt að fá vinnu hérna í þessum bransa og ég má kallast heppinn að halda ennþá í mína vinnu. Mér heyrist að það sama sé að gerast/hafi gerst á Íslandi. Reyndar held ég að það sé að koma jafnvægi á þetta núna.

Það sem gerðist hérna var það að svokallaðir ”Venture Capitalists“ Eða fjársterkir aðilar kepptust við að dæla milljónum dollara í öll ”startup“ .com fyrirtækin. Það var nánast sama hversu fáranlega .com hugmynd liðið fékk, það var ekki mikið mál að fá einhvern til að sponsora hugmyndina. Pælinging var sú hjá fjárfestunum að þeir sponsoruðu kannski 10 ”startups“ og tóku sénsinn á að eitt af þessu 10 fyrirtækjum yrði eins og Yahoo. Þá var sama hvort hin 9 myndu fara á hausinn, þeir kæmu samt út í gróða. Af þessu leiddi mikil samkeppni um vinnuafl og há laun. Það var nátturulega vitað að einhverntíma myndu þessi 9 fyrirtæki sem ekki meikuðu það fara á hausinn og það gerðist einmitt árið sem ég útskrifaðist. Núna sér maður ”for rent" skilti út um allt, en fyrir einu ári var nánast vonlaust að finna sér leiguhúsnæði hérna. Hundruðir þúsunda hafa misst vinnuna, þar á meðal margir sem útskrifuðust með mér.

Þetta var nú bara smá innskot inn í lífið í San Francisco. Ég bíð spenntur eftir áliti ykkar.

Ég sendi bestu kveðjur til Íslands frá rigningunni í Kaliforníu

- Cosmic