Vitiði… ég elska starfsmennina í BT. Eða … ég er ekki viss um hvort það séu starfsmennirnir í BT eða stjórnendur, ég held samt að það séu starfsmenn.

Við höfum örugglega öll okkar litlu sögu að segja frá viðskiptum við BT, eða þetta eina viðskipti sem þið höfðuð við þá. Ég hef allavega tvær sögur….. því ég hef verslað við þá tvisvar. En ég ætla samt að hripa niður viðtal við þá sem átti sér stað um daginn.

*******************************************************************
Ha tölvur…. er það ekki svona Internet og megabæt ??
*******************************************************************



Starfsm: Bt góðan dag !

- Já góðan, heyrðu ég er að hringja út tölvu sem hún Sigga kom með í viðgerð til ykkar…

Starfsm: Já.. Laptoppinn, já einmitt, mér tókst reyndar ekki að gera við hana !

- Og komstu ekki að neinu um hvað var að henni?

Starfsm: Þessi tölva er bara allveg dauð sko, ég prófaði allt, þetta voru margar skrúfur sem þurfti að skrúfa í sundur og það tók sinn tíma að einangra vandamálið

- Mér finnst 3 1/2 klst bara svolítið langur tími við að skrúfa í sundur nokkrar skrúfur, og hvað nákvæmlega gerðiru?

Starfsm: Nú ég komst að því að þetta er bara móðurborðið sem er ónýtt, ég tók Vinnsluminnið og örgjörvan af móðurborðinu og það virkaði ekki eftir að ég gerði það

- Hvað með öll gögnin sem voru á disknum, hún er nebblega lögfræðinemi sú sem á þessa vél og má ekki missa þessi gögn !

Starfsm: Jájá… þau eru allveg í lagi, ég setti þau bara á eina diskettu

- Ha…. og póstinn líka, ertu ekki að meina geisladisk?

Starfsm: Nei, þetta komst allt fyrir á einni diskettu

- En finnst þér ekki 3 1/2 klst soldið mikið fyrir þessa vinnu, ég meina þetta er 20.000 þús krónur?

Starfsm: Sko Ég bauð henni reyndar að hún myndi bara borga 2 klst af þessum 3 og ég myndi bara taka vélina upp í þessa einu klst.

- Ég skil þig….. þannig að hún ætti að borga fyir viðgerðina á tölvunni sem eru 6500 kall klst, allt í allt 13.000 kall, og svo myndir þú taka vélina upp í þriðju klst´ina? þannig að hún er að borga fyrir viðgerðina á vélinni, sem var enginn, og svo myndi hún heldur ekki fá vélina sem hún var að borga viðgerð fyrir, þetta er andskt góður díll?

Starfsm: Jaahh….ég þarf reyndar að tala um það við yfirmann minn en ég býst við að það gangi upp!

- Ok…. en hvernig líst þér á að við höfum reikninginn bara eina klst útaf öllu þessu umstangi, og við fáum diskettuna með “öllum” gögnunum hennar á og líka sjálfa tölvuna?

Starfsm: Við getum svosem settlað þetta þannig

- Heyrðu…. ég þakka bara fyrir :)




BT er með fagmenn í vinnu hjá sér :D