Ég hef séð mikið af korkum þar sem spurt er um hvernig hægt sé að færa dvd mynd í tölvuna. Ég ætla hérna að koma með útskýringu á því hvernig það er gert og vona að mörgum spurningum eigi eftir að vera svarað eftir þetta.
Hérna eru sem sagt leiðbeiningar fyrir forritið FairUse Wizard 2,2.

Setja disk í drifið.
Ræsa forritið.
svo bara hakar þú í “ create a new project ”
skrifar nafnið á myndinni eins og þú vilt að skráin heiti.
(Getur svo breytt því þegar þú vilt)
Og svo í folder velurðu möppu sem myndin á það fara.
Ath:Það verður að vera 6 GB laust pláss á þeim diski sem mappan er
Svo þarna neðar tekur hakið úr “full auto mode”

Next
þá kemur upp gluggi, velur drifið sem myndin er í og svo ok.
Nú ertu kominn í myndina og menu. Velur myndina sem er stærsta skráin þarna
Hakar í Cache: The selected program chains (multisession )

Next
þá á forritið að byrjað að lesa.
Building program chain index.
Remaining tekur smá tímaeftir því hvað myndin er löng.
Nú ert þú að taka diskin inn í þá möppu sem að þú valdir.
Þegar þetta er búið er hlutverki disksins lokið, og þú getur tekið hann úr ef þú vilt.

Næst tekur við klippiborð
Klippiborð, þarna er hægt að klippa framan af eða aftan af myndum, en þess er ekki þörf ef þetta er orginal DVD mynd.
En annars þá stillir þú það þarna efst í start …. end.
Þarna neðar getur þú klippt hana til í kantana.
Ef þú vilt hafa texta, þá hakarðu í “ include subpicture ” og velur svo textann.
Taktu svo hakið úr “ vertical safety zone ”
vertical safety zone ýtir textanum lengra upp í myndina, gerist samt ekki í öllum myndum.

Next

velja svo “ native mode”

Next

Nú ertu kominn í þar sem þú stillir mb stærðina.
Sé þetta 90-120 min mynd þá er fínt að hafa hana bara 683 mb
Setjir þú 700 Mb skilar forritið út 716 Mb ,þessvegna er betra að hafa
möguleika að geta skrifaðmyndina á data disk.
Sé myndin lengri en 120.Mín seturðu 1-1,3 Gb í gluggan.
Ferð svo niður í :Output file segments og setur þar 2.
þá skiftirðu myndini upp í 2.fæla.
Haka í Xvid og Haka í Two pass væntanlega er hak þar.
Encoding speed þarna til hægri…. færa sliderinn í næst efsta eða efsta þrep
Eða þreifar þig áfram með það.
Fer eftir hvaða gæði þú vilt hafa,tekur misjafnlega langan tíma
Þá er það komið.

Next

Forritið tekur svo hljóðið fyrst, og svo myndina.
Nú tekur við svolítil bið.
Þegar þessu er lokið geturðu eytt öllum fylgiskránum úr möppunni og þá á að vera eftir .avi fæll sem er myndin.

Njótið vel ég vona að sem flestir hafi gagn af þessu :)