Ég mæli með því að þú lesir þetta því að þú gætir þakkað mér seinna meir!

Ég keipti mér tölvu fyrir ca. einu ári og var með þeim bestu þá. Ég fór til Danmörku til að kaupa GeForce II GTS sem var þá ekki komið til landsins og þar keypti ég mér ýmislegt fleira. Frá þeim tíma er ég búin að eyða 100 tíma á netinu og búin að safna mörg þúsund myndum í tölvuna sem er búin að vera óendanleg vinna og ég tala nú ekki um forritin sem ég er búin að sækja.
-Jæja núna á miðvikudagin 15. Nóvember sl. tók ég loksins, þó alltof, alltof seinnt að ég var kominn með vírus í tölvuna mína. Ég var búin að taka eitthvað eftir því að tölvan var sljó og fraus oft þegar Windows'ið startaði sér. En á miðvikudaginn fattaði ég það því að ég var að fara skoða myndir í tölvunni minni, tölvan fór eitthvað að vinna og mér þótti það skrítið því að þetta var ein mynd en mér tókst ekki að opna myndina.
-Það koma bara einn gluggi upp sem hvar það snökkt að még gat engan veginn lesið af honum. Síðan breittust rúmlega 7000 myndir sem hefur tekið mig mikla vinnu að sækja o.s.fr. ALLAR í “VBScript Script File” og voru allar akkurat 12kb að stærð. Einnig breyttust 856 MP3 lög í þetta format og ýmislegt fleira sem ég ætla að sleppa að telja upp. Ég rístartaði tölvunni og athugaði hvort að þetta væri ekki bara eitthvað rugl en svo var ekki.
-Ég fór á www.pcnineoneone.com og spurðist til hvort að það væri hægt að breyta þessu til baka því að ég hélt bara að eitthvað hefði komið fyrir Windows'ið sem hægt væri að laga. Jújú, ég fékk svör málið var bara það að það virkaði ekki. Þá datt mér í hug að setja inn Norton System Works 2000 sem ég er búin að vera með nánast allan tíman í umbúðunum. Hann fór inn auðveldlega og hann bað mig í lokin um að restarta tölvunni til að klára uppsetninguna ég gerði það og það fyrsta sem ég fékk upp á skjáinn þegar tölvan var að opna Windows'ið var: “Your computer is infected with the following virus:
VBS.LOVELETTER.VS
það fyrsta sem kom upp í huga minn var að ég myndi drepa þann sem bjó til þennan vírus. Og síðan langaði mér helst að fara að gráta. Ég scanaði tölvuna mína og fann akkurat 17.346 fæla sem voru sýgtir af þessum vírus og það sem meira er að það fyrsta sem ég ætlaði að gera var að ýta á ”Fix problem“ en það var ekki hægt að velja það vara bara eitt.: ”Delete“
-Ég er núna aðeins með 23.793 fæla í tölvunni. Eitt forrit og eitt stýrikerfi, Norton AntiVirus og Windows 98 SE.

Ástæðan fyrir því að ég sendi inn þessa grein er að ég mæli eindregið með því að þið fáið ykkur almenilegt vírusvarnar forrit. ”Because it could happen to you!"

Ég hef ekki hugmynd um það hvernig ég fékk þennan vírus……
Kveðja,