Því ætti lífið okkar að vera eins og opin bók? Aðeins fólk sem hefur eitthvað að fela ætti að vilja fá að hafa sitt einkalíf í friði, ekki rétt?

Samskipti okkar og sérstaklega þá netpóstur er auðveldlega hleruð, aðilar með lágmarks tækniþekkingu geta fylgst með persónulegum samskiptum okkar ef við ekki förum varlega og gerum ráðstafanir.

Að nota dulkóðun og gera tilraun til þess að hindra óviðkomandi aðila í að lesa okkar einkamál hefur ekkert með feluleik að gera, einkamál eru einfaldlega eitthvað sem allir vilja eiga og þurfa á að halda, ekki eingöngu þeir sem eitthvað hafa að fela.

* Hvernig líst þér á að bankinn sendi þér hefðbundinn póst með fjárhagsupplýsingum og fyrir mistök komist óviðkomandi aðili í þessar upplýsingar?
* Skuldar þú barnameðlag og ert í samskiptum við innheimtuaðila með netpósti?
* Færðu yfirlit frá símaþjónustuaðilanum með netpósti?
* Fékkstu svar við fyrirspurn um óþægilegt mál með netpósti?
* Sendir þú konunni netpóst?
* Ertu í viðskiptasambandi við einhvern og nýtir þér netpóst til samskipta?

Öll notum við netpóst í einhverjum mæli og öll viljum við fá að hafa hann fyrir okkur, lesinn eingöngu af þeim sem í samskiptunum eiga.
En við gætum spurt, hverjum er ekki sama um það hvað við erum að segja við vini okkar og kunningja eða hverja aðra sem við erum í samskiptum við?

Vissulega er flestum sama um það, í flestum tilfellum, en aðalatriðið er að við eigum að geta sagt það sem við höfum að segja í þeim trúnaði að enginn nema þessi sami vinur okkar eða kunningi heyri það eða lesi.

Hvernig litist ykkur á það að það yrðu sett staðsetningartæki í bílinn okkar?
Hverjum er ekki sama þó allir viti hvert við erum að fara?

Því ekki að leyfa ókunnugum að setja vefmyndavél í sturtuna hjá okkur?
“Hverjum er ekki sama þó að ókunnugir viti hvernig við lítum út nakin?”

Aðalatriðið hér er að það eru margir, margir hlutir sem aðrir eiga bara engan rétt á að vita um okkur og kemur það hreinlega ekki við hvaðvið segjum og gerum . Það er einkalíf - réttur til þess að eiga líf sem óviðkomandi aðilar hafa ekki aðgang að - líf sem ekki er háð forvitni eða duttlungum annara.
Þetta snýst um sjálfsvirðingu. Því á annað fólk að hafa möguleika á að hnýsast í þínum einkamálum?

Það var fyrir ekki svo löngu síðan að menn báru það mikla virðingu fyrir einkmálum annarra að okkur hryllti við tilhugsuninni að vera að hnýsast í einkalífi fólks og við skömmuðumst okkar fyrir það. Og við höfðum nægilega sjálfsvirðingu til að tryggja (kurteysislega) að aðrir væru ekki að hnýsast í okkar einkmálum.

Fólk sem segir að það hafi ekkert að fela gerir það oft með ásakandi glampa í augunum og fingur sem vísar ásakandi á einhvern annan. En það er ekki nokkur manneskja nokkurs staðar sem vill að öll hans einkamál séu opin almenningi. A ð vilja frið með sín einkamál hefur nákvæmlega ekki neitt með það að gera að maður hafi eitthvað að fela, þetta snýst um að fá frið frá forvitnum aðilum sem ekkert hafa með það að gera að vita um okkar einkamál, þarna er grundvallar munur á.

Ertu með hræðilega söngrödd en þér finnst gaman að syngja í sturtu?
Skrifar þú væmin ástarljóð, teiknar yfirvaraskegg á myndir að ofurfyrirsætum, drekkur mjólk úr fernunni, nagar neglurnar, nagar táneglurnar, sýgur þumalinn, sefur með tuskubangsa, dansar regndansa í stofunni, ert í superman búning þegar þú skúrar eldhúsgólfið eða átt í samræðum við gullfiskinn þinn yfir matarborðinu?

Reyndar gerir þú sennilega ekkert að þessum hlutum (og það er eitthvað sem öðrum kemur ekkert við hvort þú gerir eða gerir ekki), en við gætum öll lengt þennan lista með einhverjum vitleysum sem við gerum í felum fyrir öðrum, bak við luktar dyr og varið af rétti okkar til einkalífs.
Þessir fyrrnefndu hlutir, skaða þeir einhvern? Nei varla! Eru þeir skrítnir? Já, kannski, sem er einmitt ástæðan fyrir því að við viljum ekki að nágrannarnir eða tökuliðið frá RÚV eða eftirlitsaðili lögreglu sjái okkur gera þá.

Nauðsynin að hafa tíma útaf fyrir okkur, til að gera það sem við viljum gera, þýðir ekki að við séum sek um ólöglegt athæfi og þurfum því að fela eitthvað, við notum þennan tíma til þess að gera það sem við myndum venjulega ekki gera nema þegar við erum ein með sjálfum okkur, tími til að sleppa frá raunveruleikanum og haga okkur eins og við viljum.
Stressið sem fylgir okkar venjulega lífi er mikið. Ef við aldrei fengjum tíma fyrir okkur til þess að slaka á, vera við sjálf og sleppa fram af okkur beislinu, þó það sé eitthvað sem er skrítið, þá gerir það okkur gott og kemur í veg fyrir að við missum vitið og endum á stofnunum.

Svo nú er ráð að gefa sér og nágrönnunum örlitla hvíld hvort á öðru og fara að njóta þess að vera ekki undir eftirliti, og ekki benda ásakandi fingur á þá sem vilja njóta sama frelsis.

www.ispostur.is