Ble… Mér datt í hug að setja hér inn smá fróðleik um loftkælingu þar sem hún er langsamlega einföldust og mest notuð í almennum tölvum. Ég hef mikið verið að kynna mér málið undanfarið og gert sjálfur miklar breytingar á kælingunni í tölvunni minni, árangurinn; kaldari og hljóðlátari tölva en fyrr. Hér á eftir fara nokkrir punktar um hvað hafa skal í huga þegar kemur að loftkælingu.
1.Samkvæmt lögmálum náttúrunnar er kalt loft þyngra en heitt loft og leitar því niður og þ.a.l. leitar heitt loft upp. Þetta skiptir miklu máli þegar kemur að því að velja kassa fyrir tölvu því hentugast er að hafa loftinntak neðarlega á framhliðinni og útblástur ofarlega á bakhliðinni. Þannig sogast kalt (þungt) loft inn að framan og heitt (létt) loft fer út að aftan. Á leið sinni í gegnum kassann tekur loftið í sig orku (hita) og flytur hana með sér út.
2.Uppröðun hluta innan í tölvunni skiptir einnig miklu máli. Hægt er að hafa áhrif á loftflæði með því að hagræða uppröðun korta í bakhlutanum og komast þannig hjá “dauðum punktum” þar sem loftflæði er ekkert en þar getur hiti safnast og verið til vandræða. Þetta gerist oft í kringum skjákort sem gefa frá sér mikinn hita og eru oft nokkuð stór og geta því hindrað loftflæði. Þessu má þó auðveldlega komast hjá ef ofangreind atriði eru höfð í huga. Einnig geta snúrur sem liggja út um allt hindrað loftflæði og er best að hagræða þeim þannig að sem mest svæði sé autt um miðjan kassann en þannig kemst loftið best leiðar sinnar um hann.
3Mismunandi viftur geta einnig skipt sköpum fyrir kælingu í tölvunni. Litlar viftur þurfa í lang flestum tilfellum að snúast nokkuð hratt til að gera gagnið sem þeim er ætlað og vilja oft mynda svolítið (eða mikið) suð þegar þær snúast. Stærri viftur þurfa hins vegar ekki að snúast eins hratt til að flytja jafn mikið loft og mynda því minni hávaða en þær minni. Þetta fer þó einnig mjög mikið eftir hönnun viftunnar en er samt góð regla til að hafa í huga þegar vifta er valin. Gott er að hafa eina viftu að framan í kassanum og eina að aftan en þannig næst best gegnumflæði.
Að lokum er hægt að benda á ýmis trick til að fínpússa kerfið svosem þá staðreynd að í mörgum aflgjöfum eru tvær viftur… en í rauninni er aðeins þörf fyrir eina, logically thinking, því ef til dæmis vifta er undir aflgjafanum sem blæs þá inn í hann er ekki endilega þörf á annari til þess að blása út. hmm… Þetta minnkar þá hávaðan eitthvað smá en það munar líka um allt. Fyrir heatsink-a með viftu er einnig leiðinleg sú staðreynd að alltaf myndast dautt svæði undir miðri viftunni þar sem enginn vindur blæs en það vandamál er hægt að leysa á einfaldan hátt. Hægt er að búa til framlengingu á viftuna, þ.e.a.s. bæta smá túbu framan á viftuna, t.d. nota gamla viftu og rífa allt innan úr henni þannig að bara hringurinn er eftir. Þá er hægt að festa (líma/skrúfa) þann hring á hina viftuna og gefa henni þannig smá “upphækkun” sem kemur í veg fyrir þennan dauða blett auk þess sem þetta reyndar veldur aukinni kælingu af tæknilegum ástæðum um allt að nokkrar gráður.
Alltaf er hægt að finna fleiri og fleiri trick til að bæta kælinguna en þetta ætti að duga í bili. Ég vona að einhverjir geti notað eitthvað af þessum upplýsingum til þess að bæta kælinguna í sínum tölvum… bless í bili.