Vef Iðnaður á Fróni .. Hvað er markaðurinn fyrir veffyrirtæki stór á Íslandi ?
Hver er þörfin fyrir vefi ?
Hvað eru þeir að skila mikklu til baka fyrir fjárfestinguna ?
Og havað ætli sé kjörstærð Veffyrirtækis ?

Allt merkilegar spurningar.

Ég tel að ekki sé markaður fyrir öll þau fyrirtæki sem eru á þessum markaði í dag. Einnig tel ég að það sé ekki endilega rétta lausnin að sameina og gera svaka stór vefgerðar og hönnunar fyrirtæki vegna þess að markaðurinn er ekki hentugur fyrrir slík stór fyrirtæki.

Þetta mætti líka við að gera RISA stóran pizzastað í Mosfellsbæ og ætla að selja öllum pizzur þaðan ..
Það myndi ekki ganga upp.

Einnig hvað verður um þá peninga sem lagt hefur verið í hin ýmsu fyrirtæki og hvenær eru menn tilbúinir að afskrifa dæmið ef það er ekki að gangu upp ?

Íslendingar eru frægir fyrir að fara á hausinn og bara starta draslinu aftur, og aftur og aftur.
En það er erfit að byrja með skuldirnar á öxlunum og það er dýrt að þróa þekkingu.

Er íslenskur markaður nógu stór til þess að hægt sé að vera með eðlilega þróunn á hlutum, kerfum og componentum á hinum ýmsu viðhalds og þróunar tólum sem framm hafa komið undanfarið í þessum geira.

Það er staðreynd að það er ekki endilega bestu og flottustu hlutirnir sem lifa þróunn og samkeppni af.
Oft er það sá hlutur sem nær útbreiðslu og það sem er einfalt fær útbreiðslu.

Mér þætti mjög gaman að vita hvar fólk telur að Ísland eigi heima í tækni (þá sérstakleg tölvu og hugbúnaði) heimi framtíðarinnar og hvort við munum leggja land undir fót og flytja okkar þekkinug erlendis með húð og hári (eins og Salt Systems).

Hvort við höldum okkur á skerinu og flytjum þekkinguna út í neitenda pakkningum (Netverk og Vaki).

Eða hvort við munum halda okkur við okkar markað og sjá hvað hann er megnugur til að draga lífsbjörgina langt (Flestir aðrir).

Það er þó að ég tel gleðifréttir þegar fjárfestar hefa enn trú á Íslensku framtaki (sjá fréttabréf 20.9, <a href="http://www.vefur.is“>Vefur Vefs.</a>), þrátt fyrir óneitanlega ”niðurgang“ á þessum tækni og þekkingar markaði.

Staðreyndirnar eru þær að tæknin er hér til að vera, en þróun er framtakssemi og trú á eigin hæfileikum og til þess að þessi hæfileikar njóti sín þarf oft smá ”green" til ..
Það er víst erfit að lifa bara á lofit (og besta vatni í heimi).

Hvað haldið þið um framtíðina .. ???

Kveðja
&nbsp;&nbsp;&nbsp;GorGo