Hvernig er annars áhuginn á þessum vélum hérna á landi, persónulega hef ég lítinn sem engann áhuga á GameCube frá Nintendo, smá heitur fyrir PS2 en ég held að Xbox muni verða “besta” vélinn á markaðinum um áramótin næstu.
Takið eftir “besta” ekki “vinsælasta” né með flestu leikina.
Heldur er ég að tala um “AFL” sem skilar sér í hraða og grafík.

Auglýsingaherferðir munu trúlega ráða hvaða vélar munu seljast meira af, ekki gæði vélar. Það hefur sýnt sig í gegnum árin að bestu vélarnar seljast ekki endilega betur en hinar óæðri t.d.

N64 & Dreamcast vs PSX (Báðar öflugri vélar en PSX, Nintedo og Sega áttu ekki til fjármagnið til að auglýsa eins grimmt og Sony)

Síðan er eitt aðal atriðið sem fylgjendur Sony hafa bent á er að það eiga svo margir núna PSX eða PS1 að þessir viðskiptavinir munu auðvitað kaupa sér nýjustu tegundina af Playstation, það sé alveg gefið mál.
Þetta er alrangt, enda hefur það sýnt sig að fyrirtækin hafa ekki áskrift af kúnnum kerfi eftir kerfi. Sú var nú tíðin að Nintendo gjörsamlega átti markaðinn og allir sögðu að Sega ætti ekkert þarna inn, svo reyndist ekki vera og Sega gaf út frábæra Megadrive vélina, og þegar Sony kom með PSX þá var líka hlegið og bent á að Nintedo og Sega ættu algjörlega markaðin og Sony ætti ekkert þarna inn, og núna þegar MICROSOFT ætlar að koma inn á þennan markað með fleiri hundruð milljónir króna í auglýsingarkostnað þá heldur fólk virkilega að þeir eigi ekki von, því að SONY eigi markaðinn.

Bíðið bara…………

Shmeeus Maximus
“I know only one thing and that is that I know nothing”
Xbox360 Gametag: Shmeeus