Nú er beta version af þessu stýrikerfi komin út og verður að segjast að margt er breytt. Viðmótið er með öllu ólíkt. Grafíkin minnir töluvert á mac (allt mjúkt og pastel). Hlutir eins og “My Computer” og “my Documents” heita ekki lengur MY…“ heldur bara ”computer“ og ”Network Places". eitthvað af tólum hafa bæst við control panelinn.ef að Vista er sett inn í domain þá er log in viðmótið töluvert breytt. Það þarf til dæmis ekki að slá inn notendanafn aftur ef einhver annar notandi hefur loggað sig inn í millitíðinni, Vistan man eftir öllum userum og gerir þeim kleift að smella á sig (líkt og í Workgroup user viðmótinu). Ég mæti eindregið með að flestir nái sér í eintak af þessu og líti á. Þetta lítur mjög vel út og lofar góðu.