Ég hringdi áðan í Þjónustusíma Aco Tæknivals. Svaraði mér þá maður sem var mjög tilbúinn að hjálpa mér. Þetta var vandamál með hljóðkortið sem hafði komið upp áður. Þá hafði ég lagt tölvuna inn á verkstæðið og það var lagað, lítið mál eða hvað? En núna þá ákvað ég að spara tíma og hringdi beint í þjónustusímann. 99,9 krónur á mínútuna virtust bara nokkuð góð kjör miðað við 7000 krónur fyrir klukkutímann á verkstæðinu. Þessi maður leiðbeindi mér í gegnum ýmsar stillingar, hann lét mig skoða device manager, Bios stillingarnar og fleira. En ekkert gekk, Eftir 15-20 mínútur og að hafa farið í gegnum allt sem hann kunni (sem var greinilega minna en aðrir starfsmenn þarna víst að þetta var lagað fyrir mig síðast) þá gafst hann upp. Hann gat ekki lagað þetta. Þá sagði hann mér bara að koma með tölvuna á verkstæðið og það yrði kíkt á hana. Þannig að það lítur út fyrir að ég neyðist til að borga 7000 kallinn og að bíða í nokkra daga eftir afgreiðlu + þennan 1500 kall sem þetta símtal kostaði. En áður en ég geri það ætla ég að reyna í síðasta sinn. Ég ætla að lýsa vandamálinu hér og athuga hvort að einhver hugari sé hæfari til að sinna starfi þessa manns sem svaraði í símann heldur en hann sjálfur.
Hér er vandamálið:

Eins og ég sagði áður þá er þetta vandamál með skjákortið. Af ónefndum ástæðum neyddist ég til að formatta C:\ drifinu mínu. Ég installaðaði Windows og allt sýndist í lagi, en þegar ég reyndi að spila tónlist þá fann windows ekkert hljóðkort. Svo ég reyndi allt sem ég gat, ég installaði driverum af disk sem fylgdi tölvunni en talvan lætur eins og það sé bara alls ekkert hljóðkort. Það er ekki einu sinni neitt undir Devices sem ég á eftir að installa driverum fyrir. Þetta hljóðkort er innbyggt í móðurborðið þannig að ég get ekki tekið það út og sett það aftur inn. Ég get hreinlega ekkert gert.

Nú spyr ég aftur, er einhver hér á huga sem getur hugsanlega hjálpað mér með þetta “litla” vandamál mitt?
Wir fahr'n fahr'n fahr'n auf der Autobahn…