Laugardaginn var mikill gleðistund fyrir notendur FreeBSD kerfisins, loksins eftir all langa bið var FreeBSD 5.3 branch´að í RELEASE og þar með kominn -STABLE branch (Það kann að hafa ruglað nokkra að alveg síðan að beturnar komu út þá hefur verið til 5.X Stable branch, ef menn skoða póstlistana sjá menn að þetta er því að kenna að teymið sem stjórnar útgáfunum (Scott Long og CO) lentu í smá braski með að koma 4.X-STABLE, 5.X-CURRENT og 6.X-CURRENT öllum fyrir ;)

En svona til að hafa þetta:
It is my great pleasure and privilege to announce the availability of
FreeBSD 5.3-RELEASE. This release marks a milestone in the FreeBSD 5.x
series and the beginning of the 5-STABLE branch of releases.
Scott Long scottl at freebsd.org
Sat Nov 6 15:18:54 PST 2004

En til að dreypa á þessum helstu hlutum frá 4.X þá er GEOM komið og farið að virka, fyrir þá sem ekki vita er GEOM nýja framworkið sem heldur nú utan um öll drif (t.d. harðadiska, floppy, geisladrif, auk þess eru til (reyndar unoffical) geom klasar fyrir meta-diska (ISO myndir og fleira)), mæli með því að menn kynni sér geom(1).
Má líka bendi á ggate (pjd@) sem svipar til NFS en byggir native á FreeBSD mjög sniðugur hlutur sem er í þróunn.

GBDE eða Geom Based Disk Encryption er alveg hreint magnaður fítus, þetta er fyrsta disk-level encryption sem hægt er að nota, það sem mér finnst flottast við þetta er að þetta er svo kölluð cold-disk encryption þ.e. að eftir að það er búið að mount'a diskinn og gefa upp passwd til að “decrypta” hann er nánast *enginn* performance missir. S.s. þegar það er slökt á vélinni eða diskurinn ekki mount´aður inní kerfið er hann “ólæsilegar v/ dulkóðunar”. Mjög sniðugur fítus fyrir /home og usb minnis lykla sem geyma t.d. PGP secret keys.

Devfs er komið í fullt gang (alveg rosalegt hvað phk@ dælir útúr sér frábærum hlutum, á skilið mikið knús og bjór (sjá BEERWARE license.)). Mjög frábært að geta configgað dev nodes til að hleypa ákveðnum grúppum,notendum í ákveðna hluti (notendum í geisladrif/zip-drif e.t.c.) án þess að þurfa að gera þetta sem root eða nota sudo.

Svo má minnast á að XFree86 hefur verið sparkað fyrir X.org sem er mjög jákvætt (X.org teymið hefur lofað öllu fögru sbv code-cleanup og laga plástra með því að fylla í holur.)

Devel umhverfið hefur breyst, GCC 3.4 mun nú fylgja 5.X seríunni og svo 6.X.
Það er þó ekki rosalega jákvætt akkrúat núna þar sem það hafa verið vandamál með GCC v/ of stóra binary´a og lélegs optimazation (-O flögginn, en sem betur fer er ekki RICER userbase hjá freebsd *evilgrin*;)

Einn af “fyndnari” en samt nothæfu fítusunum er sá að nú er hægt að keyra Windows NDIS driver´a á freebsd með aðstoð KLD´a (reyndar, getur maður búist við því að stunda einhverja galdramennsku.) og þar af leiðandi keyrt “Windows only” driver´a á freebsd, sem eru góðar fréttir á meðan stóru wifi fyrirtækinn eru eitthvað á móti því að gefa aðgang að firmware´inu sínu (Bendi samt á Theo De Raat hjá OpenBSD og tilraunir þeirra til að fá fyrirtæki til að gefa birtingar leyfi á firmware´inn).

Sjálfur hef ég verið að keyra 5.X síðan það fór í -CURRENT (reyndar með nokkrum hléum). Eina sem ég get sett úta og þó ekki er HTT stuðningur við UP vélar. SMB stuðningur á samt að vera farinn að standa fyrir sínu sem er mjög jákvætt (Hafa samt verið einhver vandkvæði með kernel schedulerana þar sem ákvörðun var tekinn um að note skipta 4.4BSD út fyrir ULE sem var gert í smá tíma en 4.4BSD kemur default með 5.3-RELEASE, það má að vissuleyti rekja þetta til þess að freebsd notar “fain-graind” locking mekanisma (Sjá meira á -hackers póstlistanum).

Þetta og svo miklu miklu meira.

Scott Long og teymið eiga miklar þakkir skildar auk allra þessara dásemdar manna sem hafa gefið bæði tíma og vinnu til FreeBSD verkefnisins.

Ég þakka fyrir mig.