Fyrir rúmlega ári síðan byrjaði ég að nota hugbúnað sem heitir ScriptLogic til að stjórna sem mestu miðlægt á þeim netkerfum sem ég sé um.
Síðan uppfærði ég í Desktop Authority sem er í raun sami hluturinn nema að þar er búið að bæta við fjartengimöguleika á útstöðvar.

Það sem þessi hugbúnaður gerir í stuttu máli er eftirfarandi:

- Þetta er í raun hugbúnaður sem býr til login script.
- Mappar drif og prentara.
- Setur upp mail profile í outlook.
- Getur búið til shortcut fyrir notendur.
- Getur ýtt Service Packs á útstöðvar, t.d. SP2 fyrir XP.
- Getur keyrt custom script, registry breytingar og aðrar bat skrár sem þú býrð til aukalega.
- Getur flutt til desktop, favorites, my documents og fleira, mikið minna mál en í AD.
- Setur upp Remote Control sem þú tengist síðan í gegnum Browser.
- Margt margt fleira.

Mig langaði einungis að senda þetta hér inn til að láta starfsfélaga víða um land vita af þessum vinnusparnaði sem hlýst af, sérstaklega í ljósi þess að nú þurfa menn með einhverju móti að koma SP2 á útstöðvar.
Endilega náið ykkur í Trial á www.scriptlogic.com.

Þið getið síðan spurt mig spurninga hér fyrir neðan.
[)CosaNostrA(]FuzeR