Öryggisráðstefna Tvíundar 2004 Laugardaginn, þann 11. september næstkomandi, mun Tvíund, félag tölvunarfræðinema við Háskólann í Reykjavík, halda sína fyrstu ráðstefnu undir nafninu
Öryggisráðstefna Tvíundar 2004

Er um að ræða dagsráðstefnu frá kl. 10:00 - 17:00 þar sem ýmsir aðilar úr hugbúnaðarheiminum munu mæta og deila reynslu sinni og þekkingu með gestum.
Er þetta í fyrsta sinn sem nemendur Háskólans í Reykjavík hafa haldið ráðstefnu af þessari stærðargráðu.

Á ráðstefnunni verður leitast við að svara eftirfarandi spurningum:
Hvaða völd höfum við sem einstaklingar yfir upplýsingum um okkur sjálf?
Hvaða ábyrgð berum við sem hönnuðir og rekstraraðilar tölvukerfa gagnvart hinum skráðu?
Hver er hugmyndafræði BS 7799 staðalsins, þ.e. hverjir eru megin þættir hans, hvað hann felur í sér og hver er tilgangurinn með notkun hans?
Hvar stendur tölvuöryggi í íslenskum fyrirtækjum ?
Hvernig geta fyrirtæki tryggt sig gegn vá internetsins?


Verð inn á ráðstefnuna er 4.900 kr. ef skráð er fyrirfram á heimasíðunni, annars 5.900 kr. Innifalið í verðinu er:
– Aðgangsmiði á ráðstefnuna
– Hádegismatur
– Ráðstefnugögn

Skráning inn á ráðstefnuna fer fram á http://www.viska.is/radstefna. Þar er einnig hægt að sjá nánari upplýsingar um ráðstefnuna.

Dagskráin er eftirfarandi:
9:50 - Setning ráðstefnu
10:00 - Auður Jóhannesdóttir - Hvað varðar persónuvernd mig?
11:00 - Magnús Einarsson - Hugmyndafræði BS 7799 og aðferðafræði við innleiðingu

12:00 – Matur

13:00 - Jónas Sturla Sverrisson - Öryggisráðgjafi og öryggissérfræðingur KPMG
14:00 - Rafn Marteinsson - Netvernd - einfalt ráð til að forðast flókið vandamál
15:00 - Jón Smári Einarsson - Trúnaður, traust, öryggi, forsendur rafrænna viðskipta
16:00 - Jón Ingi Þorvaldsson - Upplýsingaöryggi hjá Íslandsbanka
16:50 - Ráðstefnu lokið

Tvíund
——————-