Fyrir mörgum er það að kaupa tölvu flókið, bæði þekkingu eða fjármagn skortir og miðast kaupinn við það. Í þessari grein ættla ég að fara yfir nokkur mikilvæg atriði og benda á hvað sé best að gera hverju sinni.

<i>*Tek einnig fram að ég ber enga ábyrgð á ykkar gjörðum, svo ekki kenna mér um ef þú endar uppi með rusl tölvu. Þessi grein er byggð á minni reynslu og þekkingu og vona að enginn sakist við það.*</i>

Til að byrja með; það fyrsta sem þú gerir <b>EKKI</b> er að labba niður í næstu tölvu búð og biður um tölvu sem hentar þér. Hvort svo sem persónan er heiðarlega eða ekki sem aðstoðar þig eða ekki, skaltu muna að hann vinnur við að selja þér, svo best er að hafa varan á. Þó svo að hann viti sitthvað um tölvur getur hann haft rangt fyrir sér eða gefið misleiðandi svör.

Það fyrsa sem þú þarft að gera er að gefa þér tíma, tölva er mikilvæg og dýr fjárfesting. Fyrst skalltu taka þér blað og penna í hönd og skrifa niður hvað þú vilt að tölvan þín geti gert. Er tilgangurinn vinnuvél, leikjavél, grafísk vinnsla eða þjónn ( e. server ). Skrifaðu síðan niður hversu mikinn pening þú hefur til ráðstafana.

Áður en ég fer útí hvurslags vélbúnað skal nota fyrir ákveðinn tilgang ættla ég að benda á nokkrar staðreyndir:

<b>1.</b> Ekki kaupa þessar tölvu steríótýpur, s.s. Fujitsu Siemens, Medion, Dell o.s.frv. Að baki liggur sú staðreynd tölvurnar eru þar til gerðar að þegar það þarf að uppfæra þær eru fastur við ákveðinn vörumerki, þetta er gert til að færa fyrirtækinu allt að 40-60% auka-hagnað ( minna í vasan hjá þér fyrir peninginn hugsanlega ). Það sem þú vilt er að geta verið með opna tölvu sem hægt er að breyta eftir þörfum. Yfirleitt er merkið samt lítið annað en flottur kassi og óþarfur “aukabúnaður”.

<b>2.</b> Að setja saman tölvu er ekki svo erfitt með smá hjálp ( sem hægt er að finna á netinu t.d. ) og ættu allir að gera það, til að fá sem mest fyrir aurinn.

<b>3.</b> Að uppfæra tölvu eldri en 3 ára er oftast óhagstætt, keyptu frekar nýja.

<b>4.</b> Ekki kaupa það nýjasta, verðmunur og hraði á nýjum og gömlum vélbúnaði er ekki sambærilegur, þú færð meira fyrir pening þegar þú kaupir aðeins eldri vélbúnað.

-

<b>I )</b>Ef þú þarft eingöngu tölvu til þess að gera eftirfarandi; skoða póst, nota internetið, skrifa skjöl ( nota Word t.d. ), nota önnur office tól ( Excel, power point ). Þá þarftu ekki OFUR hraða tölvu, reyndar væri lítill tilgangur að kaupa sér hraðari örgjörva en 2Ghz og enginn tilgangur með meira vinnsluminni en 256Mb ( DDRM ). Þrívíddarkortið þarf alls ekki að vera meira en 32Mb, það dugar meira segja vel í smá myndvinnslu.

Dæmi um vinnuvél:
PIII 1GHz [ Örgjörvi ]
256Mb DDRM [ Innra minni ]
64MB [ Þrívíddarkort / Þurfið ekki svokölluð AGP kort ]
80GB [ Harður diskur: 7.2K snúningshraði; 8Mb buffer; (P)ATA ]
[ ANNAR BÚNAÐUR EFTIR ÞÖRFUM ;; svo sem móðurborð og geisladrif ]

Fyrir þá sem vinna mikið fyrir framan tölvu er gott að hafa stóran skjá, helst flatskjá, þ.e. skjár sem er ekki kúptur ( ég er ekki að tala um þunna skjá, heldur skjái sem eru ekki með kúpt, heldur flatt gler ). Stærð í 17“ til 19”.
Þessi tölva dugir ágætlega í leiki á borð við, CIVIII, Deus Ex, Quake ]|[

<b>II )</b>Ef þú vilt vél til að keyra nýjustu leikina og eða vinna með grafík; þarftu töluvert öflugari vél og það þarf aðeins að punga út meiri peningi. Þú ættir að fá þér um 2Ghz örgjörva, með 512-1024Mb vinnsluminni og 128Mb AGP skjákort, ef þú vilt setja aðeins meiri pening í hana og fá meiri hraða, ættiru að líta á SATA harðadiska.

Dæmi um leikja/grafík-vél:
Pentium 4 Socket 478 2Ghz eða AMD Athlon XP 2800+ [ Örgjörvi ]
512Mb DDRM [ Innra minni ]
128Mb GeForceFX eða ATi Radeon
80GB [ Harður diskur: 7.2K snúningshraði; 8Mb buffer; SATA ]

Taktu eftir að AMD Athlon XP nota öðruvísi “mælieinginar” ef svo skal kalla,XP 2800+ er hér samsvarandi Pentium 4 2Ghz Socket 478. Örgjörvarnir eru með jafn mikið cache ( 512Kb ) en reyndar með misjafnan brautarhraða.

Aukahlutir fyrir leikjaspilaran eru;góð mús, USB 2.0 laser mús t.d. og góðir hátalarar eða headset. Tölva sem þessi er ágætis DVD spilari einnig og fín vél í að brenna diska o.m.fl. þú getur bætt við DVD spilara og brennara. Þeir sem vinna við grafíska hönnun ættu að íhuga stóran flatskjá, sem auðveldar vinnu gífurlega.

<b>III )</b>Þeir sem ættla setja upp server þurfa að miða við hvernig server tölvan á að vera, þar sem ég geri ráð fyrir að þeir sem ættla að setja upp server kunna eitthvað fyrir sér á tölvu ættla ég aðeins að mæla með þrem gerðum að örgjörvum Opteron, Xeon og MP. Þetta örgjörvar sem henta vel fyrir servera. Íhugið einnig að nota móðurborð fyrir tvö örgjörva frekar en að kaupa einn stóran.

-

<b>Hvar fæ ég hjálp ?</b>

Bæði mæli ég með því að þið notið leitarvélar einsog google.com til að krafsa ykkur áfram, eftirfarandi vefir eru líka hentugir:

<a href="http://www.vaktin.is“>Vaktin</a>
<a href=”http://users.erols.com/chare/main.htm“>Áhugaver ð síða</a>

Ef þú skildir ekki eitthvað í greininni vil ég benda á vefsíðuna <a href=”http://www.whatis.com“>whatis.com</a>

-

Þ essi grein er ekkert voðalega ýtarleg, ég geri mér grein fyrir því, hugmyndinn var að pósta framhaldi, hugsanlega tveim eða þrem greinum í viðbót ef fólk er að ”digga“ þetta.

Hugsanlegt framhalt gæti orðið:

# Að púsla saman tölvu
# Vélbúnaður skoðaður VEL
# Ég á 200.000 kr. hvernig fæ ég sem mest útúr því ?
# ”Your idie here" :P