Ég hef ekki verið mikð að lesa og skoða huga.is áður, en fór þó núna að dunda mér við að lesa slatta huga.is og skoða hitt og þetta hérna, reyndar skoða ég nánast eingöngu eitthvað sem við kemur “tölvur og tækni”.
En þó ég sendi þessa grein inní þann flokk, á þessi grein ekki bara við um þennann flokk, heldur alla flokka..
Gott ef ekki 30% af því sem ég hef lesið hérna eru svör við einhverjum greinum þar sem fólk er endalaust að væla yfir því að þetta sé ekki grein heldur “korka fóður” eða eitthvað álíka og vegna hvers adminarnir hefðu nú samtþykkt þetta sem grein til að byrja með en ekki sent þetta á korkana ..
Í guðanna bænum getur fólk hérna ekki hætt að væla um þetta?
Ég meina, finnst það er búið að samþykkja þetta sem grein, getur fólkið þá ekki bara sleppt því að svara henni ef því finnst þetta eiga frekar að vera á some kork heldur en sem grein ?

Svo er það hitt, það er að 50% af öllum svörum hérna er einhverskonar bögg, og oft lítið tengt upprunalega efninu í greininin.. Mér þætti ekki ósennilegt að á endanum hætta bara allir að nenna senda eitthvað hingað inn því það nenna rosalega fáir að skrifa einhverja grein eða eitthvað þannig, og bíða svo bara eftir svörum, og fá svo ekkert nema “þú skrifaðir þetta orð vitlaust”, “þetta er ekki grein fíflið þitt!” , “Ertu eitthvað vangefinn ?? hvernig datt þér í hug að nota .. í staðinn fyrir bara .” , “Þetta á heima á korknum fíflið þitt” eða eitthvað svona í þessum dúr.. Auk þess er ekkert spennandi að lesa það sama endalaust aftur og aftur (sem sagt, þetta sama bögg endalaust)..
Ég spyr því ykkur sem komið með voða fá önnur svör en svona svör sem ég var að nefna (voru bara dæmi, en ekki beinar tilvitnanir í notendur huga, en mörg þeirra gætu þó verið eins og einhver svör, eða allvega mjög svipuð) Hvað eruð þið að gera á huga til að byrja með ? Tilhvers eruð þið að svara greinum ef það kemur ekkert nema bögg frá ykkur ?

Dæmi um þetta sá ég núna bara síðast þegar ég var að lesa some grein sem einhver stelpa postaði hérna inn á huga um það að mamma hennar hafi sagt henni að einhver stelpa hefði verið lögð í einelti í gegnum símann sinn..
Mikill partur af þeim svörum sem hún fékk, var bara eitthvað lið að bögga hana, og segja henni hvernig hún skrifaði og að þetta væri ömurleg grein hjá henni og eitthvað svoleiðis.

Þannig að ég ákvað að skrifa grein um þetta og sjá hvað öðrum finndist um þetta mál..

(og ef ykkur finnst þetta ekki vera grein, en verður samþykkt sem grein, endilega sleppiði því þá að svara þessu, bara í þeim tilgangi að segja að þetta sé nú ekki grein, heldur eigi heima á korknum eða eitthvað)

Kveðja Gfs…