Tæknin í dag er orðin soldið flókin, en samt sniðug! T.d. þessar tölvur…stundum skilur maður ekki hvernig það er hægt að komast inn í þær og skrifa og gera margt fleira eins og að fara inná netið og í leiki! En það er líka oft einhvað mikið að svona tækjum t.d. vírusar og bara svona ýmsar smávægilegar bilanir sem geta þó stundum verið ansi leiðinlegar, því að stundum þarf að laga þetta og enginn veit hvað er að svo að það verður ekkert smávægilegt vandamál úr því!

Áðan fór ég í bíó á Spy Kids 3, í 3-D! Litli bróðir minn…5 ára gat ekki skilið hvernig allir hlutirnir gátu komið svona nálægt honum…eins og þeir ætluðu að klessa á hann en hurfu síðan…og hvers vegna þurfti hann að vera með svona óþægileg gleraugu, það hafði hann aldrei áður þurft að gera í bíó! Ég skildi ekki heldur sjálf hvernig hægt er að gera þetta…maður setur upp gleraugu með rauðu og bláu gleri og allt breytist…Það þarf einhvern mjög gáfaðan einstakling til að finna þetta upp!

Ég held að fleiri en ég skilji þetta ekki heldur alveg þegar þeir hugsa svolítið útí það!

Bónusgís