Þróun tækninnar Fyrir einhverjum árum var Windows 95 eitt það besta sem fékkst í
tölvu- og tækniheiminum. Nú er hægt að fá tölvur sem geta gert 95% hluta sem að maður biður þær um að gera. Eitt af því finnst mér dálítið skrítið að pæla mikið í, það er að maður getur framið glæp á Netinu. Pælið í því stundarkorn. OK, nóg af bulli en pælið í þessu öllu, það er skrítið hve tæknin þróast ört og mikið á skömmum tíma. Ímyndið ykkur hve mikla vinnu það útheimtir. Það er t.d. hægt að sjá hraðann á þróuninni. Þegar Macintosh kom fyrst fram á sjónarsviðið voru þær mjög fjölbreyttar og góðar, miðað við ártalið, en núna, núna er hægt að spila dvd í tölvum, hægt að gera næstum allt sem maður vill í tölvu. Hvar stöndum við í tækninni, og hvað er langt í að tæknivæddir hlutir leysi af mörg erfið störf, s.s. byggingavinnu, sjái umgarðyrkju, og jafnvel hlýði hugsunum(þetta síðasta var djók). En samt sem áður, hvar stöndum við og í hvaða átt stefnum við. Vonum að þetta þróist mikið og á sem bestan veg, en samt ekki of mikið.
Kv, Yaina