Power Mac G5 Apple kynnir öflugustu tölvu heims
Það sem allir voru að bíða eftir kom sem rúsínan í pylsuendanum í lok ráðstefnunnar WWDC í San Francisco þegar Steve Jobs kynnti hraðvirkastu tölvu í heimi: Power Mac G5 með örgjörva frá IBM. 64-bita allt að 2 GHz. Með “1GHz frontside bus”. Kemur með endurbættri Velocity vél. 3 133MHz PCI-X raufar. 400MHz DDR RAM. 4x SuperDrive í öllum tölvum, GeForce FX5200 skjákort í ódýrari útfærslum og Radeon 9600 Pro í þeirri dýrustu. FireWire 800/400 og USB 2.0 tengi.

Hönnunin er gerbreytt, plastið er horfið og álið tekið við. Alls eru 9 viftur í tölvunni sem allar eru með sjálfstæðum hitastilli og að sögn mun hljóðlátari en G4 tölvurnar. Um er að ræða þrjár útfærslur Koma á markað í ágúst. Eftir kynninguna sjálfa voru sýndar samanburðarrannsóknir í beinni þar sem komu við sögu bæði G4 tölvur, PC tölvur og þung forrit þar sem G5 bar höfuð og herðar yfir aðrar tölvur í þessum verkefnum.

Í upphafi ráðstefnunnar sagði Steve Jobs, að 58 verslanir Apple hefðu fengið 17 miljón heimsóknir fram til þessa. 300.000 þúsund Air Port stöðvar hefðu selst og lokaútgáfan af Safari 1.0 er tilbúin og hægt að sækja á netinu .

Síðan kom röðin að næsta útgáfu af Mac OS X, Panther, sem væntanleg er í september mun innihalda yfir 100 nýjungar. Finder tekur miklum breytingum og Jobs sagði að “gamli Finder” væri of tölvumiðaður en Apple vildi Finder sem væri meira notendamiðaður “user-centric”. Panther Finder er með einum dálki, bættum opna og vista glugga, stáláferð og nú er hægt að merkja möppur og skjöl með lit eins og í gamla daga. “Expose” (prófa hér)er ný tækni í Panther til að skipuleggja opna glugga. Auðveldara er að finna glugga en áður og hægt er að birta þá alla í einu á skjáborðinu, og nota lyklaskipanir svo auðveldara sé að finna það sem maður er að leita að. Expose notar Quartz Extreme.

Ný ógnarhröð leitarvél. Búið er að byggja inn faxmöguleikum og kominn er “faxhnappur” í alla útprentunarglugga. Birting og skrun í PDF skjölum er nú margfalt hraðvirkara en áður og hægt að vista PDf skjöl í prentgluggum. Hraðvirkari skipting milli notenda á tölvunni og ekki þarf að setja inn notendanöfn. Stórbætt meðhöndlun á letri með Pro Font Management. Font Book sem nú er hluti af Panther einfaldar leit að einstaka leturgerðum.

iChat spjallforritið er orðið meita en spjallforrit þar sem búið er samhæfa tal, mynd og hljóð fyrir t.d ráðstefnur á netinu. Uppsetning er sáraeinföld og nánast sjálfvirk. Hægt er að nota hvaða Fire Wire samhæfða myndavél sem er og einnig myndbandsvélar. Jobs sýndi t.d. samskipti með iChat til Parísar í máli og myndum nánast án truflana. (var hann að gefa stríðsherranum Bush langt nef með því að velja París ?) Eins og stendur eru þessi smskipti einungis frá Mac til Mac. Hægt er að sækja prufueintak nú þegar. Jobs gerði grín að næsta stýrikerfi frá Windows Longhorn með því að sýna nautshorn við mikinn fögnuð viðstaddra. Síðan kynnti Jobs iSight, nýja 30 fps myndbandsupptökuvél með 640X4800 upplausn. Verðið á gripnum í kringum 140 dollara með höggþolinni plasttösku.
Gaurinn sem reið þér í þurrt rassgatið!