Ég veit ekki hvort ég hefði átt að hafa þessa grein á Linux áhugamálinu en þetta er líklega betri staður.

Movix er í raun lítið Linux stýrikerfi sem er sett á disk sem inniheldur allt sem er nauðsynlegt til að “boota” upp af disknum og spila hvað sem er þökk
sé Mplayer spilaranum fyrir Linux (http://www.mplayerhq.hu/).

Með mplayer geturu spilað allar video skrár, DVD, SVCD, VCD, DivX, XviD, Quicktime skrár, Real Player skrár, .asf, .wmv og allskonar flestar hljóð skrár (.mp3, .wav, .ogg ofl.).

Það sem er nauðsynlegt að hafa í tölvuna þína er eftirfarandi:
Minnst 64 mb RAM
Lyklaborð
Hljóðkort
Skjákort

Þú þarft engann harðan disk.

Notkunin er auðveld, þú setur inn Movix diskinn sem þú hefur brennt. Þegar þú ert kominn inn í Movix geturu tekið diskinn út og sett inn t.d DVD disk til að spila.

Ég mæli samt með því að þið skoðið þetta áður en eitthvað sé gert:
http://movix.sourceforge.net/Docs/MoviX/

Þið getið náð í Movix innanlands ef 27 mb er of mikið fyrir ykkur.
http://static.hugi.is/linux/distributions/movix /
þar er tilbúin ISO skrá og Setup forrit fyrir Windows.

Það er líka til önnur Movix útgáfa sem heitir MoviX2, það er sama og Movix nema er með grafísku notendaviðmóti.
En mér finnst hitt persónulega nægja.

Endilega skoðið http://movix.sourceforge.net/

Movix hentar mjög vel fyrir fólk sem vill geta spilað allt og tengt tölvuna við sjónvarpið og haft í stofunni.
Ekkert vesen að setja upp Windows og allskonar codeca ofl.