Tölvutækni í kvikmyndum Ég fór að spá hvað það er við tölvutækni í kvikmyndum sem
kostar svona mikið.
Ég var að lesa um tölvutækni The Matrix Reloaded um daginn
og mig minnir að tölvubrellurnar í Reloaded og Revolutions hafi
kostað eitthvað í kringum 40 milljónir íslenskra króna!!!!
Ég get ekki skilið hvað það er sem kostar svona mikið við
að gera tölvubrellur í svona myndum.
Ég veit að einhver partur af því fer í að borga krúinu, annar partur af því kannski í að kaupa einhverjar græjur
en það getur varla kostað svo mikið að 40 milljónir króna.
Ég hef komið í svona stúdíó þar sem að er séð um að
gera tölvutækni fyrir tónlistarmyndbönd, kvikmyndir og
auglýsingar og þannig(ég held að ég hafi verið svona 4 ára),
en þar sátu bara fullt af skeggjuðum feitabollum fyrir framan tölvur og sátu bara og kjöftuðu saman og fylgdust með og unnu í brellunum með öðru auganu og annarri hendinni.
Ég sá ekki að þetta hefði átt að kosta eitthvað mikið.
Bara að pæla.
-Yainar-