Flestir vita að fyrir niðurhal erlendis frá er tekið gjald fyrir það sem er umfram það sem er innifalið í þeim pakka sem notandi hefur keypt frá þjónustuaðilla.

Yfirleitt eru þetta um 2-2,50 kr fyrir hvert mb. Í mínu tilfelli eru þetta um 1000-1500 kr á mánuðu umfram fastagjaldið. Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef þá halda þjónustuaðillar utan um þessa notkun með hugbúnaði sem skrifaður er af viðkomandi þjónustuaðilla og rukkað eftir því. Í mínu tilfelli munar alltaf tölvert á þeirri notkun sem minn þjónustuaðilli segir að sé og síðan á þeim upplýsingum sem CostAware sem ég hef uppsett á tölvunni minni telur að sé en það heldur skrá yfir notkun innanlands og utan.

Til er stofnun sem heitir Löggildingarstofa hlutverk hennar er að fylgjast með því að neytendur eru ekki hlunnfarnir í viðskiptum með því að fylgjast með og votta mál og vog t.d. vínmælar, bensíndælur, vigtar í verslunum, rafmagnsmælar og hitvaveitumælar til að nefna nokkur dæmi.

Veit einhver hvernig þessu er háttað varðandi mælingu á niðurhali erlendis frá hvernig er fylgst með þessu fyrir hönd neytenda þannig að við vitum fyrir víst að ekki sé verið að hlunfara okkur??????????

Kveðja Wombat.