Qwerty - lyklaborð hönnuð til hægja á rirhraða! Ég kommst að því um daginn að Qwerty lyklaborð sem eru einu lyklaborðin sem ég hef séð á tölvum, ritvélum og símum (Þ.e.a.s. símum með fullu lyklaborði) til þessa, er hannað með tilgangi til að hægja á rithraða.

Það var víst þannig að Cristopher Latham Scholes maðurinn á bak við stafasetninguna hannaði það til að hægja á ritraða vegna þess að hann gat ekki leyst vandamál sem við blasti. Þ.e. þegar fólk ritaði á ritvél festust stafirnir oft inni vegna þess að hamrarnir á eldri ritvélum festast ef of stutt er á milli slaga.

Í staðin fyrir að leysa þetta vandamál með betur smíðuðum hömrum ákvað Scholes að hægja á ásláttarhraðanum! (Þessu finnst mér að mætti líkja við það að hægja á hraðanum á netinu vegna þess að tölvan ræður ekki við hann í staðinn fyrir að hraða tölvunni.

Þetta var árið 1974 eða fyrir um hundrað tuttugu og níu árum, og finnst mér að það mætti laga þetta með framförum því að það er margsannað að það megi margfalda innsláttarhraðan með því að raða lyklaborðinu öðruvísi upp. Núna sitjum við uppi með lyklaborð sem er hannað til að hægja á okkur vegna þess að við erum of löt til að skipta.

Þessi lyklaborðsuppstilling náði m.a. vinsældum vegna snjallrar markaðssetningu. Eru ekki til enn snjallari markaðsfræðingar í dag 129 árum seinna? Gætu þeir ekki markaðssett eitthvað snilldar lyklaborð sem að auðveldara er að ná hraða á? Eða verður Qwerty lyklaborðið að hefð sem ekki er hægt að breyta eins og stafrófið?

Hérna er tíðnitafla yfir notkurn bókstafa í ensku.

E T A O I S N H R D L U M P C W F G Y B V K X Q Z J

Þessi tafla er um það bil rétt, en eins og þú sérð þá eru tveir langalgengustu stafirnir ekki inni í upphafsstellingum puttana á lyklaborðinu heldur fyrir ofan vinstri hendi, (þ.e.a.s. á versta stað) og sá þriðji er á vinstra litlaputta. 4-5 stafur eru fyrir ofan hægri hendi. En það er heldur ekki góðut staður. Óalgengasti stafur í ensku stafrófi er hins vegar á besta staðnum. Hjá vísi fingri á hægri hendi.

Þetta pirraði mig ekki fyrr en ég vissi þetta, og ég veit að um leið og nýtt lyklaborð kemur á almennan markað þá á ég eftir að kaupa það.

Ég skil Scholes að hluta til, en ég skil ekki af hverju engum tölvurisa dettur í hug að markaðssetja tölvur í dag með nýrri lyklaborðsuppstillingu. Þetta vandamál sem lyklaborðið leysti er ekki lengur til staðar.

Eini gallin við það að fá nýtt lyklaborð er að mínu mati ekki sá að það kosti einhverjar 1000-2000kr heldur fyrir leikjafíkla en sumir leikir hafa víst ekki þann kost að skipta út tökkum. Það þýðir að hin venjulega WASD stilling verður afbrigðileg.

Fáðu þér nýtt lyklaborð.