Ég var svo óheppinn að rekast á auglýsingu frá Nýherja þar sem auglýst er IBM Thinkpad R40 á Laugardeginum þann 15. Mars síðastliðinn. Ég fór strax í Nýherja á Mánudagsmorguninn kl. 9 og spurðist fyrir og bjóst við að geta bara tekið með mér tölvuna heim en allt kom fyrir ekki og mér var sagt að hún væri kominn í síðasta lagi á Fimmtudaginn. Síðan hringi ég á fimmtudeginum og þá er mér sagt að hringja eftir hádegi á morgun(Föstudag), þá er ég nú strax orðinn pirraður því mér finnst ekki eðlilegt að auglýsa vöru sem þú átt ekki einu sinni til. En ég ákvað að hringja á seinnipartinn á Fimmtudeginum bara svona gá hvort að hún hefði slysast inn á lagerinn hjá þeim. Þá kom stóra bombann og mér sagt að þeir væru ekki einu sinni búnir að fá staðfestingu á því að tölvan væri á leiðinni og ég átti að prufa á miðvikudaginn í næstu viku! og sú staðfesting myndi semsagt þýða að það væri von á tölvunni eftir c.a 4-6 virka daga, þá fengi ég hana á Mánudegi!
Þá eru þeir að auglýsa vöru sem má búast við að verði kominn 9-11 daga.
Þetta finnst mér fáránlegt sérstaklega því þeir auglýsa þetta sem tilboð og þá eiga þeir að hafa nóg af þessu drasli inni á lager.