Screenshot úr Age Of Empires 2
Jæja, tók eftir grein hérna um leikinn og prófaði demo'ið af leiknum. En þá er aðeins hægt að spila tutorial og one vs. one. Þarna strax eftir að hafa spilað tutorial'ið fór ég í One vs. One á móti Ai. Gekk alveg ágætlega en reiknaði ekki með að Asía mundi gera árás á austur-strönd S-Ameríku. En tókst samt að knýja út sigur.
Vann þarna glæsilegan sigur á frökkum og þar með voru þeir úr leik þar sem þeir áttu eina borg eftir en aðeins eina sveit, og það var hershöfðingi sem var Facion leader og var 16 ára, þann bardaga vann ég auðveldlega. En eins og þið sjáið rústaði ég bæði kóngnum, prinsinum og general hjá þeim, ásamt “nokkrum” mönnum.
Sigur á uppreisnarmönnum sem sátu fyrir hershöfðingjanum mínum sem var á leiðinni á norður-vígstöðvarnar að berjast við Dani. Ég hélt satt að segja að þetta væri tapað en málið var bara að hamra þá þar til veikur mórall þeirra brotnaði. Þarna sést fyrst og fremst að hershöfðingjar eru meira en bara skraut :)