Tom Clancy's EndWar Nýr leikur frá Ubisoft Shanghai þar sem Bandaríkin, Evrópubandalagið og Rússland berjast í þriðju heimsstyrjöldinni árið 2020. Leikurinn leggur meira í litlar orrustur en stórar og aðeins er hægt að stjórna örfáum hópum hermanna í einu.
Auðlindir leiksins eru ekki gull eða gimsteinar heldur “strategic points” eins og í Company of Heroes. Þar að auki verður einhverskonar MMORTS netspilun. Byggt á því sem ég hef lesið verður þessi leikur mjög djúpur og fjölbreyttur, ég hlakka til.
Hann kemur út á Xbox 360, PS3 og PC snemma á næsta ári.