Mér finnst frekar fúllt að gerfigreindin í skrimsh í RA2 er næstum alveg eins og í RA og TS :(. Tölvan veit alltaf hvar maður er og það sem er meira böggandi er að hún veit nákæmlega hvað maður er að gera frá upphafi leiksins og spilar alveg eftir því.

Ef maður ætla að gera skriðdreka her, þá spilar hún vörn frá byrjun og kemur sér upp prism towers eða Tesla coils og alveg nóg af skriðdrekum miðað við þær varnir sem hún hefur og hvað maður er sjálfur kominn með mikið af skriðdrekumog er síðan á endanum er hún komin með VeðurVél og chronosphere.

Og ef maður ætlar sjálfur að spila svipaða vörn, þá kemur hún strax með skriðdreka og valtar yfir mann, því hún þarf ekkert að hafa fyrir því að leita að manni eða byggja radar, hún fer bara beint til manns, því hún veit hversu marga skriðdreka maður er með og kemur því með nógu marga til að buffa mann.

Mér finnst að tölvan ætti ekki að fá að vita hvar maður er og hvað maður er að gera, heldur að hún þyrfti að finna mann, rétt eins og maður þarf að finna hana.

Ég vildi að Westwood myndu gera einn lítinn patch þar sem þessu væri breitt, þ.e.a.s. bara það að A.I. myndi ekki sjá mann og myndi ekki vita hvað maður væir að gera nema hún væri búin að þurka út shroudið yfir stöðinni manns. Annars veit ég ekki hversu stór sú breiting yrði að vera, en það væri samt skemmtilegra.