Jæja nú ættu allir að vera búnir að spila hann nægilega mikið til að gefa álit. Í raun eru kanski margir hættir að spila hann en hvernig finnst ykkur kæru hugarar Civilization 5?

Sjálfum finnst mér hann ekki alveg halda fílingnum í manni eins og 3 tókst á sínum tíma, kanski er það vegna þess að ég er orðinn óþolinmóðari, eða máské það sem ég held, ég er ekki að lifa mig inní svona leiki þegar þeir eru í þrívidd. Persónulega finnst mér þrjúleikurinn mun þægilegri á augun heldur en sá fjórði, því flott tvívídd er jú betri en ljót þrívidd.
Addi Copperfield, Certified testacle inspector.