Jæja er þessi leikur kominn út á Steam að mig minnir og mér er spurn hvort einhver hér á Huga hafi prufað hann, og ef svo er hvernig er leikurinn?

Persónulega vona ég að hermennirnir í unitunum verði ekki jafn heimskir og í fyrri leiknum, enda óþolandi þegar maður sagði þeim að stilla sig upp og kallarnir sem stóðu vinstra megin hlupu að hægri hliðinni og öfugt sem tafði allt klappið um 10-15 sekúndur og svo kom cavalry árás og allt í steik.

Að ógleymdu að landbardagarnir í Empire voru eins og maður hefði enga almennilega stjórn á hlutunum, og maður var alltaf í stöðugu stressi hvenær hermennirnir tæku upp á einhverju heimskulegu eins og að dreyfa sér yfir allt mappið og ómögulegt yrði að nota unitið innan næstu 2 klukkutíma, eða þegar einn hermaður tók upp á því að skjóta, og enginn hermaður í öllu unitinu skaut fyrr en þessi eini kall var búinn að hlaða.

Auðvitað voru gallarnir einnig hjálpsamir, stundum gerðist það að 1 maður úr unitinu mistókst að komast inn á völlin þegar Talvan fékk liðsauka, og þá gat hún ekki stjórnað unitinu, þangað til að ég skaut þá með fallbyssum þar til 1 var eftir(sem var sá sem ekki komst inn á völlin, var bara fastur fyrir utan rauðu línuna) sem oftast routaði.

Ef það eru einhverjir gallar sem ég gleymdi að nefna, endilega nefna þá, og ef einhver er búinn að prufa nýja og getur sagt mér hvort þessir gallar séu enn til staðar endilega segja mér frá.
Addi Copperfield, Certified testacle inspector.