Ég keypti mér Renegade í gær og var mjög spenntur. Ég sá að ég þurfti 400Mhz prosessor fyrir hann en er bara með 350. Ég hélt að það yrði í lagi fyrst að ég get spilað CS en þetta var alveg hræðilegt. Skjárinn varð hvítur 2 sinnum á sekúndu og ég gat varla gengið. Ég fiktaði aðeins í stillingunum og náði aðeins að laga þetta. En þetta gengur samt alveg hræðilega. Ég hef áður keypt mér leik sem ég gat ekki spilað, Emperor: Battle for Dune sem er náttúrulega bara hrein snilld. Gat ekki spilað hann. Vantar bara 50Mhz uppá. Þetta er náttúrulega ekkert nema böggandi. ERu einhverjir fleiri sem lentu í þessu? Hvað gerðuð þið?