Hefur einhver hérna spilað mmo-rts leikinn Travian?
Sjálfur byrjaði ég fyrir u.þ.b. hálfu ári og er gjörsamlega háður þessu.
Það væri mjög gaman að ræða um ættbálkana framfarir þínar í leiknum, eiginlega hvað sem er tengt leiknum!

Allaveganna fyrir þá sem þekkja ekki leikinn þá er þetta herkænskuleikur þar sem hægt er að byggja upp samfélag með þremur mismunandi ættbálkum.
Romans(Rómverjum), Gauls(Gallverjum) og Teutons(Tevtónar) sem heldur áfram þó þú skráir þig út.

Hver leikur er í u.þ.b. 300 daga nema x3 serverar eru á þreföldum hraða.
Leikurinn er frír á netinu og er skrifaður í php þannig það er hægt að spila hann í símum sem er stór plús í mínum huga.
Samt er leikurinn ekki gjörsamlega frír því einhvern vegin verður að fá peninga til að halda serverunum uppi, og þar að auki eru engar auglýsingar í leiknum. Þá geturu keypt ýmiskonar fríðindi með Gold. Sumt sem þú kaupir með gullinu gerir leikin aðeins þægilegri í spilun, en aðrir hlutir stjórna gífurlega framför þinni.
Persónulega nota ég það ekki, nota bara fría reynslu gullið.

Sumir muna líklegast halda að svona leikur sé ekki vinsæll, en svo er alls ekki því á international serverunum eru milli 20000 og 30000 virkir spilarar og 500 til 2000 innskráðir að hverju sinni á hverjum server! Svo er leikurinn til á ýmsum öðrum tungumálum sem hlekkir eru að efst á heimasíðu leiksins.
Hlekkur að leiknum: http://www.travian.com/

Þetta er fyrsti korkurinn minn ^^

Með vonir um líflegar samræður og vonandi fleiri spilara tilbúinn að svara spurningum,
RotinVaffla