Eftir að hafa reynt af og til í nokkra mánuði með hléum tókst mér loksins að komast yfir seinasta borðið í General's Challenge á Hard.
Ég bið þá sem hafa tekist það líka að segja frá því hér hvaða aðferð þeir notuðu.
Hershöfðinginn sem ég notaði var bandaríska Superweapon-manneskjan Alexander. Þrjú stykki EMP-patriots og einn pathfinder sáu um það sem kom yfir brúna, tvö sáu um flugvélarnar. Ég var frekar fljótur að koma upp Particle-Cannons, notaði þær til að rústa weapon-bunkers þegar niðurtalningin var komin í 0:10 eða svo. Inn á milli fóru skotin úr þeim í að rústa flugvöllunum hennar (1 skot nær þeim báðum) því það voru nú einu sinni flugvélarnar sem ullu mér mestum vandræðum; og Warfactory og Barracks sem stóðu nálægt hvort öðru vinstra megin á svæðinu hennar. Bæði minnkaði þetta þann her sem hún sendi á mig og dreifði dozerunum sem hún hafði út um allt kort. Þegar ég var kominn með 4 Particle-Cannons byrjaði ég að skjóta á Command-Centerin til að ég yrði ekki Carpet-Bomb-aður. Vitaskuld var hún frekar dugleg við að endurbyggja byggingarnar sínar en þegar hvert blast nær byggingu og dozer minnkar fjöldi þeirra jafnt og þétt.
Eftir u.þ.b. 30 mínútur var ég bara búinn að rústa einni Command Center og þá kom Carpet-Bomberinn og rústaði Strategy Center, Airfield (hann byggði ég bara fyrir þyrluna sem gat séð um þessa Rocket Buggies sem standa upp á hæðinni og skjóta niður á mann) og nokkrum orkuverum og Supply Drop Zone. Sem betur fer var ég búinn að dreyfa orkuverunum það mikið að ég missti ekki power og meðan ég hafði varnirnar og ofurvopnin þurfti ekkert annað.
Þegar hér var komið við sögu var ég með 5 Particle-Cannons og gat rústað öllum 3 Command Centers sem þýddi auðvitað að það kæmu ekki fleiri Carpet-Bombers. Og með ekkert til að byggja dozera gat hún ekki byggt neitt aftur af því sem rústað var. Næst á dagskrá var því að fjarlæga öll Barracks og War Factories og þegar síðasta Barracksinu var rústað gafst hún upp (þrátt fyrir að eiga öll ofurvopnin eftir enn).