Þegar Red Alert 2 var tiltölulega nýr var eins og við má búast rætt mikið um leikinn og breytingar sem höfðu orðið frá fyrri Red Alert, meðal annars þann möguleika að nota cronoshift-tækið til að taka skriðdreka óvinanna og sturta þeim í sjóinn. Í framhaldi af þeirri hugmynd datt mér í hug að taka skriðdreka og chronoshifta þeim yfir skip óvina og sökkva þeim þannig, og slá þar með tvær flugur í einu höggi.
Það virkaði reyndar ekki svo vel.
En um daginn var ég að spila Red Alert 2 í skirmish og ætlaði að nota cronoshift til að setja skip upp á land og datt þá þessi gamla hugmynd í hug. :) Ég lét þau birtast einmitt þar sem skriðdreki óvinar var og, viti menn, hann sprakk þegar skipið lenti á honum. Snilld. Þá er bara að athuga næst hvort það er hægt að rústa byggingum svona. ;)