Leikurinn er snilld og ef einhver ætlar að neita því ætti hann að hugsa sig tvisvar um. Málið er það að fólk er farið að vera allt of kröfuhart um leiki þeir eiga bara að vera “PERFECT” annars fara allir að kvarta og röfla allan daginn. Mér finnst eins og allir séu búnir að gleyma gömlu góðu snilldinni “NINTENDO” þegar maður hékk í henni í marga mánuði í sama mario bros leiknum með kassalagaða grafík. Það eru fáir sem þrífðust þar sem lifa á þessari öld.

Hugsiði aðeins um það góða um leikinn ekki bara alltaf það slæma. Í nánast öllum greinum sem ég er búinn að lesa er fólk að telja upp það neikvæða en ekki orð um það góða. T.d. er alltaf snilld að vera online að spila c&c öllum leikjunum frá þeim.

Mín skoðun er að fólk er of dekrað núna.

Kveðja Gröfturinn