Hey,
Ég ætla að dissa þetta smá, sérstaklega Westwood (WW) sem mér bara finns vera slæmt leikjafyrirtæki. Þeir byrjuðu ágætlega með leiki einsog Dune 2 (Fyrsti RTS leikurinn held ég) og byrjuðu með honum öldu RTS leikja sem ekki er enn hætt. Svo gerðu þeir Lands Of Lore mjög góður leikur að mínu mati. Svo kom C&C sem var fínn, spilaði hann reyndar ekki þegar hann var “fresh” heldur e-ð 2 árum eftir að hann kom út :) Hann var fínn. RA1 var mjög góður leikur, fínt Single Player (SP) en drasl í Multiplayer (MP). Síðan byrjðu þeir að gera mjög lélega leiki einsog Dune2000, LoL 2&3 og svo Tiberian Sun sem er einn versti leikur sem ég hef prófað miðað við hvað það var lofað miklu. Síðan núna RA2. Hef ekki prófað hann en mun gera það. Ég bara VEIT það fyrirfram að hann verður fínn í SP og lélegur í MP því þessi leikur er einsog hinir í MP; byggja stöð, harvesta, verjast, byggja huge her, árás, annaðhvort vinna eða byrja uppá nýtt. Þ.e.a.s. mjög leiðigjarnt. Síðan til að tala um GOTT fyrirtæki skulum við tala um Blizzard :) Þeir komu með Warcraft1 sem breytti RTS í góða átt. Svo Warcraft2, hver spilaði hann ekki? Diablo1, nuff said. Starcraft, BESTI RTS leikur sem hefur verið gefinn út. Diablo2, lélegasti leikur sem komið hefur frá Blizz. Síðan er núna á leiðinni Warcraft3 sem mun breyta RTS, vonandi, vel. En þetta er bara mín skoðun. Endilega rífist í mér eða e-ð :=)

p.s. StarCraft RoXoR
kjarni [ <a href="mailto:kjarni@hotmail.com">kjarni@hotmail.com</a> ]