EA hefur opinberað Command & Conquer™ Generals, rauntíma hernaðarleikur í þrívídd fyrir PC, sem mun færa leikmönnum hasar og ringulreið sem eru fylgifiskar nútíma hernaðar

Spilarar geta spilað annaðhvort sem Kína, Bandaríkin, Eða sem Global Liberation Army sem eru eisnkonar hryðjuverkamenn.

Til að fullkomna upplifunina notar ea sína eigin 3d graffíkvél sem ber nafnið “sage”. þannig birtist vígvöllurinn í fullkomni þrívídd með alskins effecta. T.d geta skriðdrekar kramið bíla á bílastæðum, rúðurnar í husum springa, og loft streymir úr hreyflum flugvéla.

Leikurinn er nýr og tengist ekki red alert né tiberian sun.

-Meira en 80 glænýjar herdeildir, byggingar og uppfærslur og má þar nefna Aurora Strike Fighters, Daisy Cutter, Angry Mobs og Hackers.

-Glænýr leikstíll með nýjum möguleikum á borð við loftbardaga, reynda herforingja sem kunna betur á hlutina og spennandi bardaga í borgarumhverfi.

-Endurbætt notendaviðmót sem gefur leikmanni betri stýringu yfir styrjöldunum.

-Fulkominn Map Editor þar sem leikmenn geta búið til sína eigin vígvelli.

-Frábær myndskeið sem draga leikmanninn inní söguþráðinn.