Tribal Wars Tribal Wars er Browser leikur sem á að gerast á miðöldum.
Þetta er svona “Stats” leikur og gerist yfir langan tíma.
Þessi leikur er fínn fyrir þá sem hafa ekki alltaf mjög mikinn tíma fyrir tölvuleiki(og eiga lélega tölvu) en vilja samt vera að spila einhvern leik.

Game play:
Á Tribalwars.net er hægt að velja um nokkra heima(Worlds). Í hverjum heim byggist leikurinn á þremur gerðum af efnum, Timbur, leir og járn.
Þegar byrjað er í einhverjum heimi byrjar maður með eitt lítið þorp. Þetta þrop er síðan hægt að byggja upp og með tímanum er hægt að taka þorp frá öðrum spilurum.
Leikurinn byggist gróflega á því að ráðast á aðra spilara, sem eru allstaðar frá í heiminum, og taka þorpin þeirra.
Síðan er svona “Tribe” sem maður getur joinað og þar eru fullt af öðrum spilurum. þar er hægt að hafa samskipti við aðra spilara og t.d. ákveða árásir og svoleiðis.

Leikurinn getur verið pínu flókinn í fyrstu en maður venst þessu með tímanum.


Ég hef verið að spila hann í nokkra mánuði núna og er alveg að fýla hann í botn. Málið er kannski aðallega það að ég hef bara einu sinni rekist á Íslending spila þennan leik og það væri gaman að sjá fleiri íslending spila hann.

Myndir:
World
__________________________________________