Company of Heroes: Opposing Fronts nálgast Upprunalegi Company of Heroes var svo gríðarlega vinsæll og vann svo mörg verðlaun að það var ekki spurning um að fleiri leikir kæmu í þeirri seríu. Opposing Fronts er ekki beint aukapakki, það þarf ekki upprunalega leikinn til að spila þennan. Þeir hafa sagt að þessi sé jafnvel stærri en hinn og sýnist mér á öllu að það sé satt. Það eru tveimur fleiri mission í þessum, eða 17. Þau dreifast á milli nýju liðanna, British 2nd Army og Panzer Elite.

Panzer Elite
Fyrst spilar maður sem Panzer Elite, þýsk hersveit. Sterka hlið hennar er sókn, réttara sagt árásir, og er allur herinn mjög auðhreyfanlegur. Besta vörnin er sókn sagði einhver, þess vegna ætti að vera áhugavert að berjast í Operation Market Garden, stærstu loftárás sögunnar, þar sem Þjóðverjarnir voru að verjast gegn rosalegri árás Bandamanna. Gerist hún í Hollandi þar sem tæplega 35.000 breskir, pólskir og bandarískir hermenn, 1.800 farartæki og 3.300 tonn af skotfærum og vistum í fallhlífum og svifnökkvum þar í September. Þetta á ekki eftir að enda illa fyrir Þjóðverja, þvert á móti við upprunalega Company of Heroes og restina af þessum, þar sem þeir unnu þessa orustu.

Nýja liðið fær heilan helling af nýjum hlutum til að skilja það og þýska liðið í Company of Heroes að. Dæmi um þetta er Mortar Halftrack sem er, eins og nafnið gefur til kynna, bíll með Mortar sprengjuvörpu. Þetta gerir blitzkrieg að möguleika.

http://en.wikipedia.org/wiki/Blitzkrieg

Og ég veit ekki með ykkur en nafnið Jagdpanther er nóg til að hræða mig. Það er mjög, mjög, mjög öflugur skriðdreki sem Panzer Elite spilarar fá seint í leiknum.

http://en.wikipedia.org/wiki/Blitzkrieg

“Doctrines” fyrir Panzer Elite:
Scorched Earth: Hægt er að setja gildrur á eða algjörlega eyðileggja STs, nota umhverfið sem vörn með því að eyðileggja það og stífla vegi.
Luftwaffe: Fallhlífarstökkvarar og betri loftvarnir. Flugvél sem getur tætt skriðdreka í sundur.
Tank Hunters: Bætir hæfileika Panzer Elite í að berjast gegn skriðdrekum. Jagdpanther og Hetzer skriðdrekarnir.


British 2nd Army
Miðpunktur seinni herferðarinnar (campaign íslenskað) verður Orrustan um Caen og breski herinn. The British 2nd Army eru andstæða þýska liðsins og eru bestir í vörn og eins er herferðin andstæða þýsku herferðarinnar. Hér eiga bretarnir að ráðast á og taka borgina Caen.

Til þess að verjast hafa þeir allskyns dóterí, eins og frítt og mjög nákvæmt stórskotaregn og skotgrafir. Bretarnir eru þess vegna ekki eins auðhreyfanlegir og önnur lið en til að bæta þetta upp geta þeir pakkað saman beisinu sínu og hreyft það hvert sem þeir vilja. Og þar sem þeir eru svona hægir hafa þeir svokallað Creeping Barrage, stórskotaregn sem skýtur langri línu af sprengjum. Gott til margra hluta en frábært til þess að drepa seinustu hermennina sem eru að reyna að sleppa.

Þar sem British 2nd Army er fyrir spilara sem vilja verjast frekar en ráðast á eru allskyns uppfærslur sem hægt er að kaupa sem auka flæði vista og allir “Strategic Points” í kringum beisið gefa meira af sér. Þannig þarf þetta lið færri ST en önnur lið. Það er kannski sanngjarnt þar sem það er ekki mjög gott í sókn en að reyna að ná ST frá þeim með einhverju minna en fullri hersveit skriðdreka er eins og að ráðast á steypuvegg með nöglunum. Enn eitt dót þeirra eru snifnökkvarnir. Hægt er að senda hermenn og létt farartæki hvert sem er með þessum svifnökkvum og því er léttara að bregðast við óvæntum árásum.

“Command Trees” fyrir British 2nd Army:
Royal Canadian Artillery: Creeping Barrage, Counter-Battery Fire (stórskotalið sem finnur og sprengir stórskotalið óvinarins), Mobile Artillery Platform og Overwatch eru meðal gamansins sem þetta Command Tree gefur af sér.
Royal Commandos: Varla þarf að segja að þetta tré hefur mikið með bresku Commandos hermennina að gera. Að auki hefur þetta tré svifnökkva og Tetrarch skriðdrekann sem hægt er að koma á vígvöllinn með svifnökkva. Þú getur njósnað um her óvinarins, hindra skilaboð hans og fleira.
Royal Scottish Engineers: Geta breytt Churchill skriðdrekanum mikið, bætt skotgrafir og búið til hreyfanlegar höfuðstöðvar.


Aðrar viðbætur
Til viðbótar við tvö ný lið og tvær langar herferðir bæta þeir við allskyns uppfærslum á grafíkinni, t.d. hefur veðrið nú áhrif á leikinn. Blaut drulla hægir á farartækjum, veðrið breytist í miðjum leik og eins sest og rís sólin, nótt breytist í dag og öfugt. Þetta hefur svo áhrif á umhverfið, fuglar syngja bara á ákveðnum tíma dags, hermenn berjast betur á morgnana og fleira.
Og fullnægingin ofan á kynlífið sem þessi leikur er, er að netspilunin hefur verið bætt mikið. Relic Online hefur farið í meikóver og kemur til baka ný netþjónusta fyrir þá sem hafa áhuga á að drepa eitthvað annað en tölvuna, þó hún sé verðugur andstæðingur og var það jafnvel fyrir bætingar Opposing Fronts á gervigreindinni. Dæmi um bætingar er að tölvan, bæði skriðdrekar og hermenn, nota umhverfið meira sem vörn.

Þar sem þetta er viðbót við gamla leikin verður þessi erfiður og væri best að hafa spilað upprunalega til að ekki verði valtað yfir mann. Ég get sagt fyrir sjálfan mig að ég ætla að hanga í Company of Heroes þangað til Opposing Fronts kemur út til að koma mér aftur í form.

Ekki taka öllu því sem kemur fram í greininni sem 100% nákvæmu, þetta er allt byggt á upplýsingum sem ég fékk áður en leikurinn var gefinn út.

Company of Heroes: Opposing Fronts kemur út 28. september í Evrópu.

Heimildir:
http://en.wikipedia.org/wiki/Opposing_fronts
http://www.gamespot.com/pc/strategy/companyofheroesopposingfronts/news.html?sid=6179647&mode=previews
http://www.gamespot.com/pc/strategy/companyofheroesopposingfronts/news.html?sid=6174401&mode=previews
http://www.gamespot.com/pc/strategy/companyofheroesopposingfronts/news.html?sid=6171480&mode=previews
http://pc.ign.com/articles/804/804354p1.html