Rise and fall:Civilizations at war. Góðan og blessaðan daginn

Ég er hér niður kominn til að tala um tölvuleik sem ber nafnið Rise And Fall:Civilizations At War.

Sjáið nú til ég keipti mér þennan leik fyrir dálítið verulega löngu en þar sem að enginn annar ætlar víst að skrifa um hann þá verð ég að minsta kosti að prufa.
Rise And Fall:Civilizations At War er frekar nýlegur RTS (Real-Time-Strategy)vona að það sé rétt)Leikur á markaðinum þar sem blandað er saman þessu klassíska úr hernaðarleikjum og einhverju nýu máli t.d. hero command (meira um það á eftir) sem getur verið algjört breaktrough fyrir herkænskuleiki í framtíðini.

Í leiknum er hægt að stjórna 4 heimsveldum úr fortíðini og þau eru Persia,Egypt,Rome og Greece.
Bardagar leiksins fara fram á jörðu sem sjó og eru þó oftast bara slagir í opnu landsvæði en geta orðið af þessum frábæru siege_um sem gera hernaðarleiki góða.
Leikurinn lítur ágætlega út þó að það þurfi óskaplea öfluga grafík vél til þess að geta það
eitt að spilað hann.

Að mínu áliti þá er leikurinn samt skemmtilegur sama hvað ég stilli grafíkina lágt sem er mjög gott þar sem að aðrir leikir eru bara gerðir til að líta vel út.
Leikurin bíður upp á tvær campaigns,Skirmish bardaga og líka ótrúlega háþróaðan worldbuilder sem að er sagður vera stór plús fyrir leikinn en sjálfur veit ég ekkert um það
þar sem að ég er ekki fær í svona löguðu.

Áðurnefndar campaigns eru gömlu sögunar af Alexander og Cleopötru en eru þessar campaigns lauslega byggðar upp á sögunum og eru ekki líkar á marga vegu en samt þá bjóða þær upp á sinn skerf af gamaninu og svo lengi sem þú hefur ekki háar vonir þá munu þér ekki vonsvíkja.

En svo eru það skirmish, já eiginleikar skirmish bardagar eru næstum bara stoppaðir af þér eða tölvuni þinni þar sem um nokkuð val af borðum eru og það er kannski ekki hægt að hafa ofsalega mörg lið í einum leik en þá færðu bara sjálfur ofsalegan fjölda hermanna en það merkilega við breytilega eiginleika skirmish bardaga er að það er hægt að hafa svo óhugnalega mikið af hermönnum og fólki með því að stilla population capacitíið eins hátt og þig langar til svo er líka hægt að stilla hraða leiksins,erfiðisgildi óvinar og meira sem ég man ekki eins og stendur.
En nú af leiknum sjálfum.

Það sem þarf að kunna er bara hefðbundið semsagt þú drepur óvin með her,þú gerir her úr hermönnum,þú gerir hermenn úr herhúsiA.K.A. barracks,þú býrð til barracks með vinnumanni.
Þú safnar gulli og viði og gerir stóran her og aðlaðandi borgir með því glyngri sem að vinnumennirnir safna.
Hljómar einfalt ekki satt!

Svo af þessu nýa sem til dæmis er það að þú hækkar ekki borgina eða aðalhúsið þitt um level eins og þessir venjulegu gera heldur er það hetjan þín.
Já hetjan þín færist um level og þannig verður þjóðin betri en til að fara af þessu verðuru að safna glory points sem að er þriðja eignin sem söfnuð er í hina konungslegu hirslu(bara máltæki).
Glory færðu fyrir næstum því allt sem þú gerir það má segja að þú þurfir varla meira en að stíga eitt skref áfram og þá hefurðu fengið allavegana einhverja glory.
Glory er fengið fyrir að kanna borðið,búa til byggingar,búa til hermenn,drepa hermenn eða byggingar,safna gulli eða við og uppfæra byggingar (ég gæti hafa gleimt einhverju).

Moving on…

Bardagar á báti eru mjög sérstakir á þann hátt að þú getur bæði rænt og RAMað (þrusar höfðinu á undan bátnum þínum í skrokk óvinar bátarinns og sekkur óvina bátnum samstundis).
Svo líka að það er hægt að setja sett mikið af hermönnum upp á bátinn og þjálfa nýa á bátnum sjálfum sem er lýst sem “floating barracks” og þá eru möguleikarnir að annaðhvort gera mikið af bogamönnum og sökkva óvina bátnum með boganum og örini eða að gera hermenn og nokkra sailora sem að festa þinn bát fastan við óvina bátinn og leifir þér að ganga um borð á honum og hertaka óvinar bátinn sem þín eign.
Svo eru líka bestu bátarnir með catapult fasta á sér og er hægt að eyðileggja borgir þannig ef þeir dirfast að byggja nógu nálægt sjónum, þetta er mjög skemmtileg sjón og niðurlægjandi fyrir óvinin og ekki má gleima þeirri einstöku vellíðan að þú hafir bara verið að fá auðveldan sigur og sigrað óvinin með heilabúinu.

Advisors er annað nokkuð sérstakt kerfi í nú þegar sérstökum leik.
Þú getur ráðið sérstakt mikið að advisor_um sem gefa þér sérstaka bónusa eftir því hvaða lið þú ert og geta kraftar advisora oft skipt sköpum annað hvort á vígvellinum eða döfnun veldis þíns.

Svo er það hvernig hermenn verða til.

Þannig er mál með vexti að í hvert sinn sem að þegar þú kaupir eitt stykki koma út þrír að fyrstu svo eru líka svona outposts út um allt kort sem eru varinn af outpost guardians það er að segja ef enginn annar hefur náð þeim.
Hverju outposti sem er náð hækkar þessi tala um 1 og þegar maður hefur 1 þá koma út 4 hermenn, 2 outpost = 5 hermenn etc.etc…

Hero command: hero command er það sem gerir þennan leik svona ótrúlega sérstakann og er ekki mögulegt í neinum öðrum RTS leikjum eða svo langt sem nef mitt nær.
Hero command gefur þér eiginleikann til að standa hliðin á hermönnum þínum sem hetja og leiðtogi þeirra í stuttan tíma (því hærra sem level hetjunar er því lengur getur þú stjórnað henni).
Og oft getur hetjan ein í réttum höndum rústað heilu herunum og borgunum með “ofurkröftum” sínum.
Hver hetja hefur sína eigin góðu hlið og vondu hlið semsagt ein hetjan getur verið með lítið líf en ógnar hraða á meðan önnur getur verið stór og lurkaleg fyrir stór og lurkaleg störf,og enn önnur getur verið S.O.B. með bogann sinn (eld örvar og stuff sem er mjög taugahrærandi).
Svo er það líka að ef að hetjan þín deyr þá birtist hún aftur við fyrsta húsið þitt og með ásættanlegt líf svo að það er ekkert peninga mál eða hlaupaígegnumsjúklegastóranvarnarher mál.

En jæja ég held að ég fari að enda þetta með því að segja að þetta er frábær leikur frá sérstöku sjónarhorni en mæli alls ekki með honum fyrir þá sem hafa ekki neina “uber”computer og þá meina ég að það þurfi þvílíku kjarnorkutölvuna ef hún á ekkert að lagga.

Einnig vill ég taka það fram að ef að þið ákveðið að skella á leikinn þá er ég einganveginn ábirgur fyrir ykkar ákvörðunum eða peningaköstum svo að þið getið ekki klínt þessu á mig ef þið eruð ósátt við leikinn á einn eða annan hátt.

Svo miðst ég afsökunar á öllum stafsetningarvillum og tek það fram að þær voru ekki settar þarna í textan af ásettu ráði.

Takk fyrir mig og hafið það gott =).
Remember, remember the fifth of November,