Company of heroes - Umfjöllun Company of heroes… Það sem talað er um á milli tölvuleikjaunnenda um þessar mundir. Leikur sem á skilið umfjöllun, og umræðu hér á huga. Byrjum á byrjuninni…

Relic entertainment og THQ gáfu út RTS (Real Time Strategy) leikinn “Dawn of war” fyrir ekkert alltof löngu, En hann bauð upp á nýtt stjórnkerfi og efnahagskerfi í RTS leikjum. Þessi nýja spilun einkennist af hraðri hugsun og það að breiða út veldið sitt á undan hinum. Þetta gerirðu með því að ná strategic points en þau gefa þér það sem þú þarft til að auka magn manna í hernum þínum.

En ég ætlaði ekki að fjalla um Dawn of war, heldur Company of heroes, Nýjasta verk Relic entertainment og THQ. Þessi leikur gerist í seinni heimsstyrjöldinni og í campaign mode stýrir þú Able company, fylki í bandaríska hernum á þeim tíma. Þetta byrjar allt með hinum umrædda “D-Day”, Þegar bandamenn réðust á strendur Normandy á kostnað margra mannslífa. Svo vinnurðu þig inn í Frakkland og berst á stöðum eins og Carentan og Cherbourg.

Single-player mode einkennist af því að ná ákveðnum markmiðum sem æðri stjórn setur fyrir þig. hvort sem það er að bjarga félögum þínum, passa bílalest, eða skemma mikilvægar eignir nasistanna. Þú verður að nota gífurlega mikla taktíska hugsun ef þú vilt ná sigri. Það virkar ekki að búa til stóran her og hlaupa með hann upp kortið og plaffa niður allt sem verður á veginum. Því þá ert þú sem ert plaffaður niður.

Mikilvægt er að ná strategic points eins og í Dawn of war, en annars færðu enga innkomu. það eru þrjár gerðir af hráefnum, en þær eru “manpower”(mannafli), “munitons”(skotfæri), og “fuel”(bensín). Þessi hráefni notarðu til að byggja upp her, sem þú notar til að valta yfir óvininn. En það er hægara sagt en gert…

Það sem skiptir sköpum í single player og multiplayer er hvernig þú notar mennina þína saman. Til dæmis er gott að hafa fallbyssu ekki langt frá vélbyssuhreiðrinu þínu, til að hún geti tekið skriðdreka úr leik sem myndu annars ógna vélbyssuhreiðrinu. Einnig er mikilvægt að verja hliðar (flanks) viðkvæmra en áhrifamikillra sveita.

Spilarinn getur stillt í hvaða átt hvaða sveit horfir, og getur hann þannig haldið stóru svæði með því aðeins að snúa réttu sveitunum í rétta átt. En það er sérstaklega mikilvægt með skriðdreka og önnur tæki, vegna þess að það skiptir máli hvar skotið lendir. Tæki eru viðkvæmust aftan á og sterkust framan á. En nú er nóg komið af lýsingum um spilun og stjórnun, en restina verðiði að finna út með því að spila leikinn. En hvernig er svo grafíkin í þessum leik, og getur tölvan mín höndlað hann?

Þessi leikur er með rosalega góða grafík og hljóðið er meiriháttar. þegar grafíkin er stillt í hæsta er hún ótrúleg. Þér finnst eins og þú getir nánast snert það sem er að gerast. Svo geturðu fært myndavélina alveg niður og snúið henni eins og þú vilt. Sem betur fer, fyrir þá með gamlar eða lélegar tölvur, þá getur spilarinn lækkað hana rosalega mikið en samt ekki þannig að hún verði ljót og óspilanleg.

En hérna koma system requirements og skjákort sem styðja leikinn: (þetta er tekið af 3dgamers.com og er þess vegna allt á ensku. Einnig vil ég biðja stjórnenda að horfa fram hjá þessu “copy - paste” tilflelli, þar sem þetta eru aðeins kröfur leiksins til tölvunnar) Svo vona ég bara að þetta hafi verið góð grein og takk fyrir að lesa.

1.1 SYSTEM REQUIREMENTS

MINIMUM

• Windows® XP or Vista
• 2.0 Ghz Intel Pentium IV or equivalent or AMD Athlon XP or equivalent
• 512 MB RAM
• 100% DirectX 9.0c compatible 64MB video card with Pixel Shader 1.1 support or equivalent and latest manufacturer drivers (see supported chipsets below)
• DirectX® 9.0c compatible 16-bit sound card
• 8x or faster CD-ROM drive or DVD-ROM drive
• Keyboard, Mouse
• 6.5 GB of uncompressed free hard drive space (We recommend having 1 gigabyte of of free space after installation)



RECOMMENDED

• 3.0 Ghz Intel Pentium IV or equivalent
• 1 GB RAM
• 256 MB NVIDIA GeForce 6800 series or better

REQUIRED FOR MULTIPLAYER:
• 1 set of discs per computer
• For 6-8 player multiplayer or skirmish matches, the Recommended System Requirements are strongly suggested
• Internet (TCP/IP) and LAN (TCP/IP) play supported. Internet play requires broadband connection and latest drivers. LAN play requires network interface card and latest drivers.

1.2 SUPPORTED VIDEO CARDS

ATI RAdeon 9500 series
ATI Radeon 9600 series
ATI Radeon 9700 series
ATI Radeon 9800 series
ATI Radeon X300 series
ATI Radeon X550 series
ATI Radeon X600 series
ATI Radeon X700 series
ATI Radeon X800 series
ATI Radeon X1300 series
ATI Radeon X1600 series
ATI Radeon X1800 series
ATI Radeon X1900 series, or better with latest manufacturer drivers.
NVIDIA GeForce3/Ti series
NVIDIA GeForce4/Ti (excluding the GeForce4MX series)
NVIDIA GeForce FX 5800 series
NVIDIA GeForce FX 5900 series
NVIDIA GeForce 6200 series
NVIDIA GeForce 6600 series
NVIDIA GeForce 6800 series
NVIDIA GeForce 7300 series
NVIDIA GeForce 7600 series
NVIDIA GeForce 7800 series
NVIDIA GeForce 7900 series or better with latest manufacturer drivers.
O|||||||O