Jæja þá á Civilization IV: Warlords að vera kominn í hús heima á Íslandi þegar þessi grein verður samþykkt. Ég er bara að sýna öllum sem vilja ekki kaupa Warlords að það er alveg þess virði! Fullt af nýju dóti og ég veit ekki hvað og hvað. Ég ætla að hafa þetta í tveimur hlutum því að þetta er svo ferlega mikið. Í þessum hluta segi ég ykkur frá breytingum á leiðtogum og nýju þjóðunum og hinu og þessu.
En fyrst ætla ég að kynna ykkur fyrir nýju Leader traits,…og reyni að þýða lauslega eitthvað í áttina að því, kannski ekki alveg:

Charismatic – Sjarmur.
+1 hamingja í hverri borg
-50% experience þarf til stöðuhækkunar
+1 hamingja frá Broadcast tower og Monument (bygging sem vinnur nákvæmlega eins og Obelisk í fyrri leiknum)

Imperialistic – Stórveldi
100% aukning á Great general (lýsi Great general í hluta 2)
50% hraðar að vinna settler

Protective – Varnarmaður
Allir bogamenn og byssupúðurshermenn fá Drill I (1 first strike chance) og City Garrison I (+20% city defence) sjálfkrafa
Tvöfaldur hraði á Walls og Castle


Besta nýja trait að mínu mati: Charismatic

Og þá vitið þið það, ef þið vissuð það ekki fyrr. Síðan mun ég setja upp lista með öllum leiðtogum í fyrri leiknum og sýna ykkur breytingar og kommenta svo á það [fyrsti lóðrétta lína sýnir leiðtoga, sú næsta gömlu traitin og sú þriðja nýju traitin] (EB þýðir engin breyting):


George Washington – Fin/Org – Cha/Exp
Hann missir þarna bæði sín og fær algjörlega ný. Mér finnst reyndar Expansive ekki alveg passa honum, fjárhagslega er þetta ekki gott en til að byggja upp stórt ríki er þetta örugglega það besta sem þú getur haft. Hamingjubónus og heilsubónus. Ameríka verður sannarlega hamingjusöm því að UB (Unique building) sem þeir eru með vekur hjá þeim hamingju! Mér líkar þetta samt ekki nógu vel við hann til að spila hann.
Roosevelt – Org/Ind - EB
Saladin – Phi/Spi – Pro/Spi
Já, mér fannst alltaf vanta eitthvað hertengt Salla. Þarna fær hann þetta fína, nýja Protective trait og ef svo myndi að koma að einhver myndi bara út í bláinn fara í stríð við hann gæti hann skipt á Police state, Theocracy og Vassalage og dúmpað nokkrum bogmönnum/byssumönnum og það verður ógerningur fyrir mestu hermenn að vinna. Salli hefur aldrei en þetta var akkúrat það sem þurfti.
Montezuma – Agg/Spi - EB
Mao Zedong – Org/Phi – Exp/Pro
Það er nú erfitt að segja um þetta. Með Cho-ko-nu sem er kínverski UU (Unique unit) í hendinni sem fær þarna 2-3 first strikes bara upp úr þurru og hægt er að bæta við öðru þá verður þetta bara einn besti UU. Mér finnst gaman að sjá hvernig Firaxis er að jafna þetta allt út svona, Hann missir tvö góð trait og fær tvö, sem flestum myndi finnast, slakari, en er á sama tíma með tromp í hendinni því að First strike er vanmetið finnst mér. En ég vill samt heldur Qin Shi Huang því hann er betri að mínu mati.
Qin Shi Huang – Ind/Fin – Ind/Pro
Fyrir þá fáu sem finnst Expansive betra en Industrious spila þeir með Mao, en ég myndi sannarlega spila með Qin Shi Huang. Ég er búinn að lýsa þessu öllu fyrir ofan með Cho-ko-nuinn sem Kínverjar fá og ég ætla ekki að tyggja það aftur ofan í ykkur. Var einn af þeim bestu og er ennþá einn af þeim bestu. Ég mun spila hann.
Hatshepsut – Cre/Spi – EB
Victoria – Exp/Fin – Imp/Fin
Ég hef nú aldrei skilið Victoria’s secret of finances ef þið leyfið mér að sletta. Imp/Exp hefði mér fundist vera hún, en Imp/Fin er svo gott að það er ekki hægt að neita!… Því að hún réð nú einu sinni yfir stærsta veldi sem veröldin hefur nokkurn tíma kynnst. Þá finnst mér hún eiga skilið Expansive. En Imperialistic er hennar trait og passar henni. Kostar 50% minna að fjárfesta í einu stykki settler sem þýðir að veldi hennar verður stórt. Núna hef ég ákveðið hvor gellan mín er betri, Vikka eða Elsa.. Vikka. Hlakka til að prófa hana, því núna hefur hún fengið það sem hún á skilið. Vikka með Redcoat og Stock exchange (UB, +15% verslun). Ég hugsa að England sé besta þjóðin… (fyrir mig að minnsta kosti)
Elizabeth – Phi/Fin - EB
Louis – Ind/Cre - EB
Napoleon – Agg/Ind – Cha/Org
Þetta verð ég að segja að er afar skrítið og alveg út í hróa hött! Þegar ég las að Imperialistic ætlaði að verða nýtt trait sá ég bara fyrir mér mynd af Nappa í dómkirkjunni sinni með leiðinlegu klassísku tónlistina sína og sá fyrir mér fyrir neðan: Imperialistic and Organized. Ég bjóst nú alveg við Organized fyrir hann, en ég bjóst við Imp/Exp af Vikku frekar en Nappa svo að ég var búinn að sjá fyrir mér hann með Imperialistic. Mjög skrítið, segi ekkert frekar um það… Spila ekki Frakka frekar en fyrri daginn!
Frederick – Cre/Phi – Org/Phi
Jæja, þá er Frikki orðinn nýi Mao Zedong. Mér fannst alltaf Organized/Philosophical fínt en ég valdi alltaf einhvern annan. Ég er ekki að fara að taka upp á því að spila Þjóðverja, þó ég vilji svoo mikið sjá Hitler þarna, með Aggressive og Imperialistic! En það er ennþá stórt “X” yfir Þýskalandi. Ekki mjög heillandi fyrir svona stríðsmenn einsog mig. En ég verð nú samt einhvern tímann að prófa Frikka í Industrial start og fá UB þeirra sem er geðveikt og Panzer!
Bismarck – Exp/Ind - EB
Alexander – Agg/Phi - EB
Huayna Capac – Agg/Fin – Fin/Ind
Aaa! Jæja, þá fór það að ég byrji aftur sem Inkar bara til að fá Quechua. Ég elskaði Huayna með Aggressive og fá Quechua með eina stjörnu, og svo er auðvelt að kaupa Barracks til að gera hann betri. Ég er ekki viss um að ég fái það tækifæri aftur.
Gandhi – Spi/Ind – Phi/Spi
Andskotinn! Hann er orðinn nýi Saladin. Núna er hann búinn að missa Industrious, sem mér fannst nú reyndar aldrei passa honum, og kominn með tvö trait sem passa honum fullkomlega en eru ekki nógu fín á minn mælikvarða. Leiðinlegur missir.
Asoka – Spi/Org - EB
Tokugawa – Agg/Org – Agg/Pro
Rats! Þessi mest pirrandi leiðtogi í Civilization IV seríunni er kominn með með annað stríðstengt trait. Ég get rétt ímyndað mér hann, hermenn drifnir af byssupúðri fá núna +10% strength (aggressive) OG +1 first strike chance og +25% city defence (protective). Þessi verður pirrandi! En nú er það þess virði að spila hann. Stríííííð!!
Mansa Musa – Spi/Fin – EB
Genghis Khan – Agg/Exp – Agg/Imp
Hann fékk það! Þar sem Mongólar fengu hesthús sem þeirra UB munu hestamennirnir þeirra verða sterkari en nokkrir aðrir, Barracks – 3 exp + Ger (Mongólska UB) – 4 exp = 7 exp + Vassalage – 2 exp + Theocracy – 2 exp = 11 exp Ooooog Genghis er Imperialistic sem gefur manni 100% meiri Great Generals seeem geta gefið manni +2 experience eitt stykki. Segjum að maður láti einn Great general í borgina þá eru hestamenn komnir með 13 experience!!! Mikið yrði það nú skemmtilegt að vera t.d. Mansa Musa og lenda með Genghis Khan, með hestamennina sína, og Tokugawa, með byssumennina sína, sem nágranna! Núna var ég að skrifa um Tokugawa og öskra stríð!…og ég ætla að gera það aftur. Stríííííð!
Kublai Khan – Agg/Cre - EB
Cyrus – Cre/Exp – Cha/Imp
Vá! Persar geta nú alveg verið sáttir við þetta. Tvö ný trait og mér lýst vel á hann. Hann fór frá því að vera með þeim lélegustu í að vera með þeim bestu. Það verður gaman að prófa að vera hann. Lýst ágætlega á Persa núna… en ég sé aftur Firaxis jafna þetta út með því að hafa UB hjá þeim í lakari kantinum.
Caesar – Exp/Org – Imp/Org
Ég sá nú þetta fyrir mér, alveg hreint. Ef ekki Sesar, hver á þá að fá Imperialistic. En Firaxis hefur þurft að velja á milli Nappa og Sesars um hvor fengi Imp/Org og það hefur verið Sesar. Núna verða Praetorians enn betri og ég hefði haldið að UB yrði eitthvað slæmt, en nei! Rómverjar komnir meðal þeirra fremstu aftur, þar sem þeir eiga heima.
Catherine – Fin/Cre – Cre/Imp
Kata flott einsog alltaf, og Rússar yfir höfuð. Rússar halda sér meðal topp þriggja þjóða með alveg frábærri UB, sem gæti þess vegna verið wonder. Cosacks eru brjálaðir núna þar sem auðveldara er að fá Great general í lið með þeim. Þetta verð ég að prófa. Her með cosacks og great general.
Peter – Exp/Phi - EB
Isabella – Spi/Exp – EB

Nýjar þjóðir og leiðtogar:

Karþagó
Leiðtogi: Hannibal (Cha/Fin) – Uppáhalds civic: Free market
UU: Numidian cavalry (kemur í stað Horse archer, -1 strenght, byrjar með Flanking I (+10% líkur að komast úr bardaga) og fær +50% á móti Melee units)
Þetta er afar gott allt saman. UB sem þeir fá er líka mjög gott. Peningar, peningar, peningar! Segi ekki meira fyrir Karþagóa. En það sem vinnur á móti þeim er þessi Horse archer UU. Ég hef aldrei haft not fyrir Horse archer í hernum mínum en það verður bara að vera þannig!

Keltar
Leiðtogi: Brennus (Spi/Cha) – Uppáhalds civic: Organized religion
UU: Gallic warrior (kemur í stað Swordsman, fær Guerilla I stöðuhækkun sem gefur þeim +20% vörn á hæðum og hólum)
Ég sem hélt að það væri ekki hægt að vera lakari en Jagúararnir frá Astekum, en…! Keltar gátu það. Alls ekki heillandi að vera Keltar. Og þetta er alveg út úr kú líka að láta UB-ið gera UU-inn gagnslausan. Ég er ekki að fatta þetta. Þegar ég var í mínum fyrsta leik lenti ég á móti Keltum og þeir voru hreint út sagt alls ekki verðugir andstæðingar, þó ég hafi verið í Emperor.

Kórea
Leiðtogi: Wang Kon (Pro/Fin) – Uppáhalds civic: Caste system
UU: Hwatch’a (kemur í stað Catapult, +50% á móti Melee units)
Já! Kórea verður alls ekki lítið land sem verður að verja sig einsog í gegnum söguna. Þetta verður stórveldi. Hwatch’a lýtur ekkert smá vel út, núna getur Catapult lifað af á móti Spearman, Swordsman, Axeman og jafnvel Maceman. Frábært! Góð traits og allt. Kórea var fyrsta þjóðin sem ég prófaði í Warlords og þá komst ég að því að Protective er afar gagnlegt. Þetta er ein af mínum uppáhalds.

Ósmannar (Ottómanar)
Leiðtogi: Mehmed II (Org/Exp) – Uppáhalds civic: Vassalage
UU: Janissaries (kemur í stað Musketman, +25% á móti bogmönnum, hestamönnum og melee units)
Veit ekki alveg hvað ég að halda um þá. Ég hef aldrei fengið nein not fyrir musketman annað en það að vernda borgirnar mínar. Mehmed er einsog gamli Sesar sem ég var alltaf bara til að fá Praetorians. Lýst ekki nógu vel á þá…

Og…það sem allir Íslendingar hafa beðið eftir:
VÍKINGAR!!!
Leiðtogi: Ragnar Loðbrók (Agg/Fin) – Uppáhalds civic: Hereditary rule
UU: Berserkar (kemur í stað Maceman, byrjar með +10% við að ráðast á borgir OG amphibious sem ljáir þeim það að ráðast beint frá sjónum eða yfir á)
Ég verð að segja að ég varð fyrir vonbrigðum með Berserkana. Ég hefði alveg verið til í að borga fúlgu fjár einsog í Civ III fyrir geðveikan gaur sem er sterkari en nokkur annar, en ég er sáttur. Ragnar er ágætur og svona. En ég er viss um að við Íslendingar hefðum viljað hafa Víkingana okkar ögn sterkari!

Súlúar
Leiðtogi: Shaka (Agg/Exp) – Uppáhalds civic: Police state
UU: Impi (kemur í stað Spearman, +1 hraði og fær að fara óhindraður í gegnum hvað sem er, skóg, hæðir eða nokkuð annað)
Svona í millilagi. UB þeirra afar sterkt en annars væru þeir einhversstaðar nálægt botninum. Ég er ekki að fýla þetta Agg/Exp einsog Genghis Khan var í upprunalega leiknum. Ég vil frekar fara í stríð með núverandi Genghis Khan eða Tokugawa ef ég er að leita mér að stríði! En þegar ég spilaði fyrsta leikinn minn lenti ég með Súlúa sem nágranna og þeir voru mjög góðir vinir mínir og hjálpuðu mér alltaf vel í stríði.

Og svo voru 4 nýir leiðtogar fyrir þjóðir sem voru fyrir í leiknum:
Stalín fyrir Rússland (Agg/Ind)
Ágústus fyrir Róm (Cre/Org)
Winston Churchill fyrir England (Cha/Pro)
Ramses II fyrir Egypta (Ind/Spi)

Besti nýja þjóð yfir höfuð að mínu mati: Kórea
Besti nýi UU að mínu mati: Berserkar
Besti nýi leiðtogi að mínu mati: Hannibal
Besti nýi leiðtogi fyrir þjóð sem var áður fyrir að mínu mati: Winston Churchill


Ný undur:

Kínamúrinn
Kostar: 250 hamra (2x hraðar m/ steini)
Menning: 2
Aukning á GP (great people): 2
Þarf: Masonry
Rennur út: Aldrei
Býr til vegg utan um landamæri þín sem heldur barbörum fyrir utan þar sem veggurinn er byggður. Þegar landamærin stækka, stækkar veggurinn ekki með.
Tvöfalt meiri líkur á að fá Great genaral úr bardaga sem gerast innan múranna.
Sést úr Globe view
Einnig eykur það líkurnar á að borgin sem byggði hann fái Great engineer.
Bara hægt að byggja á klassíska tímabilinu eða fyrr

Artemisarhofið
Kostar: 400 hamra (2x hraðar m/ marmara)
Menning: 8
Aukning á GP: 2
Þarf: Polytheism
Rennur út: Chemistry
+100% innkoma úr verslun (trade routes) og frír prestur í borginni sem undrið er byggt í.
Eykur líkurnar að borgin fái Great merchant
Bara hægt að byggja á klassíska tímanum og fyrr

Sankore háskólinn
Kostar: 550 hamra (2x hraðar m/ steini)
Menning: 8
Aukning á GP: 2
Þarf: Paper
Rennur út: Computers
+2 research til allra bygginga sem tengjast þjóðartrúnni (temples, monasteries…)
Eykur líkurnar að borgin fá Great scientist
Bara hægt að byggja á endurreisnar tímanum og fyrr


UB!
Ég er viss um að margir bíða eftir þessu…því ég var sjálfur mjög spenntur fyrir þessu. Ég set hérna upp lista með þjóðunum og síðan byggingunum og það sem þær gera. Í lóðréttu línunni lengst til vinstri stendur hvaða þjóð er um að ræða, í næsta dálk er nýja byggingin, í þeim þriðja er hvaða byggingu það kemur í staðinn fyrir og í fjórða og seinasta hvað skilur bygginguna frá hinni venjulegu
(MG = Mjög gott
G = Gott
M = Í Millilagi
L = Lélegt
(að mínu mati))

Ameríkanar Mall Grocer +10% verslun (commerce), +1 hamingja frá hit musical, hit single, hit movie G
Arabar Madrassa Library Getur breytt 2 íbúum í presta, +2 menning L
Astekar Sacrificial Altar Courthouse -50% óhamingja frá því að fórna fólki (í Slavery), kostar 35 hömrum minna MG
Kínverjar Pavilion Theatre +25% menning M
Karþagó Cothon Harbor +1 verslunarleið (trade route), kostar 20 hömrum meira G
Keltar Dun Wall Frítt Guerilla I stöðuhækkun fyrir hermenn búna til í borginni L
Egyptar Obelisk Monument Getur breytt tveimur íbúum í presta L
Englendingar Stock Exchange Bank +15% verslun G
Frakkar Salon Observatory +1 frír listamaður G
Þjóðverjar Assembly Plant Factory Getur breytt 4 íbúum í verkfræðinga, +50% hamrar með kol MG
Grikkir Odeon Colosseum +3 menning, +1 hamingja frá hit singles, getur breytt 2 íbúum í listamenn M
Inkar Terrace Granary +2 menning G
Indverjar Masoleum Jail +2 hamingja M
Japanir Shale Plant Coal Plant +10% hamrar G
Kóreubúar Seowon University +10% vísindi G
Malíbúar Mint Forge +10% verslun G
Mongólar Ger Stable Nýir hestamenn fá +2 reynslu (experience) M
Ósmannar Hammam Aqueduct +2 hamingja L
Persar Apothecary Grocer +2 heilsa L
Rómverjar Forum Market +25% GP aukning G
Rússar Research Institute Laboratory +2 fríir vísindamenn MG
Spánverjar Citadel Castle Ný umsáturstæki (siege) fá +2 reynslu.
Helmingi sterkari vörn M
Víkingar Trading Post Lighthouse Frítt Navigation I stöðuhækkun fyrir ný skip G
Súlúar Ikhanda Barrack -20% kostnaður við að halda uppi borginni (virkar eins og Courthouse), kostar 10 meiri hamra MG

Ég vil bara kommenta létt á þetta. Mér finnst sérstaklega Þjóðverjar, Rússar, Astekar og Súlúar fá bestu UB.
Það segir sig nú sjálft hjá Þjóðverjum. +50% hamrar með kol!! Maður verður nú bara að komast yfir kol á þessum tímapunkti og það er ekkert annað. OG hægt að breyta FJÓRUM íbúum í verkfræðinga. Enginn skortur á hömrum í Þýskalandi…
Rússar eru í góðri stöðu. Þeir koma alltaf inn sterkir. Ég hélt að þeir myndu lækka í þessum leik, að Kata myndi fá eitthvað verra og að minnsta kosti að þeirra UB yrði ekki með þeim bestu. Þrátt fyrir það lækkaði Cosackinn um styrk (:() Tveir fríir vísindamenn er einsog bara wonder. Það skiptir gríðarlegum sköpum þegar kemur að Geimkapphlaupinu
Jæja það hlaut nú að vera að Astekar fengju einhverja góða byggingu og það fengu þeir. Núna verða jagúararnir sterkir. Þeir kosta svo lítið og með venjulega Slavery gekk þetta bara fínt. En nú mun þetta ganga frábærlega. Tekur eina umferð með pínulítilli óhamingju og fólksmissi en mjög gott ef það er notað rétt. Hver hefði haldið að það að fórna fólki sé gott!?
Ég tala ekki um Súlúa. Þeir fá, að mínu mati bestu UB. Með einu stykki Ikhanda og Courthouse kostar bara 30% af fénu sem hefði verið 70% meira að reka eina borg hjá landi sem er ekki með Ikhanda. Og þetta kemur svo snemma í leiknum OG Shaka er Aggressive, svo það kostar helmingi minna að byggja bygginguna. Þetta dugar í gegnum alla hluta leiksins og ef maður tekur upp á því að byggja borg langt í burtu er hægt að byggja Ikhanda og það kostar strax 20% minna að reka borgina. Alveg frábært.

Án nokkurs efa í mínum huga fá Súlúar vinninginn þegar kemur að UB.

Það sem mér finnst:


Endilega svarið þessu og/ eða segið comment!

Hver er besti leiðtoginn sem var í fyrri leiknum eftir breytingar? (Cyrus)
Hver eru bestu UB? (ég: Súlúa, Rússa, Þjóðverja og Asteka – besta: Súlúa)
Hver er besti nýi UU? (ég: Berserkur – Víkingar)
Hvaða þjóð er best núna (velja leiðtogann sem leiðir þjóðina)? (ég: Victoria/England)

Haldið áfram að lesa í hinum hlutanum: Civ IV: Warlords [hluti II]