Civilization nördar Íslands, sameinist! Ég hef verið að velta svolitlu fyrir mér. Ég er member í Civfanatics.com, og þar hef ég downloadað t.d. Íslandi sem nýtt Civ, þar sem Hannes Hafstein (Organized/Philosophical) og Ingólfur Arnarson (Aggressive/Expansive) eru leiðtogar! Reykjavík er að sjálfsögðu stærsta borgin og það er mjög gaman! Jæja, en það er ekki það sem ég hef verið að pæla í. Núna fer að koma út aukapakki af Civ IV og 8 nýjar þjóðir bætast við. Ég held að þetta fari svolítið eftir landsvæðum. Og hér eru mínir kandídatar fyrir hver landsvæði fyrir sig!

Skandinavía/Portúgal/Austurríki-Ungverjaland - fyrir Evrópu
Ósmannaríkið/Súmería/Babýlónía - fyrir Miðausturlönd
Síuxar/Mayar/Írókíar - fyrir Indíána og Forn-ameríska
Eþíópar/Súlúar/Songhai - fyrir Afríku
Víetnam/Síam (Taíland)/Kambódía - fyrir S-Austur Asíu, gætu vel komið tvær þjóðir þaðan.
Frumbyggjar Ástralíu (Aboriginees)/Maóríar/Pólýnesar - fyrir Eyjaálfu

og loks opinn flokkur fyrir lítil lönd og spennandi:

Ísrael/Kórea/Holland.

En mínar spár fara á þennan veg:

Skandinavía [Gústav Adolf og Margrét sem sameinaði Skandinavíu í Kalmarsambandinu]
Babýlónía [Hammúrabi og Nebúkadressar]
Mayar [Smoke Jaguar]
Eþíópar [Drottningin af Saba]
Víetnam [Ho Chi Minh og einhver forn keisari]
Pólýnesar [Einhver bara, spennandi að vera svona einhver sem maður veit ekkert um]
Ísrael [Davíð og Salómon]

En hverjar eru ykkar spár? Ég veit ekki hvort það séu nógu margir Íslendingar inní Civ, en allavega er ég vitlaus í hann! Ég vonast til að fá einhver viðbrögð ;]