The Battle for Middle Earth II Jæja, þar sem ég hef heyrt að þetta áhugamál sé alveg á mörkunum að deyja, ætla ég að lífga þetta aðeins upp með því að skrifa um leik sem ég varð gjörsamlega ástfanginn af þegar ég spilaði hann…..

Leikurinn gemur frá EA Games og ber heitið
The Battle for Middle Earth II

Þessi grein er aðalega svona smá kynning á leiknum þannig að það má eiginlega segja að ég sé að auglýsa leikinn, enda hvet ég alla til þess að nálgast þetta meistaraverk að mínu mati.

Nýjir Eiginleikar……..

Í staðinn fyrir 4 races: Gondor, Rohan, Isengard og Mordor þá eru nú komnir 6

Men, Elves, Dwarfes, Mordor, Isengard og Goblins.

Semsagt nú eru “Good Forces of Middle Earth” skipt eftir kynþáttum, sem að mínu mati er miklu betra.

Eins og margir vita sem að spiluðu BFME 1 þá var hann HRIKALEGA illa balanceraður. Forces of Evil höfðu alltaf miklu fleiri units en í staðinn höfðu forces of Good virki.

Núna byrjar enginn með virki, heldur er það þannig að þú byggir þitt eigið virki, gerir þína eigin walls og gates og þess háttar.

Að mínu mati fannst mér BFME 1 vera meira eins og BETA útgáfa af leik heldur en fully release vegna þess að mér fannst hann alltaf virka eins og að hann væri hálfkláraður.

BFME 1 er rusl miða við BFME 2 :D

Nú eru miklu fleiri hetjur hvern kynþátt fyrir sig, dæmi má nefna “Men”: Eomer, Eowyn, Theoden, Boromir, Faramir, Aragorn og Gandalf. Og í “Elves” sem dæmi: Arwen, Glorfindel, Haldir, Legolas, Thranduil og Elrond.

Eitt sem er alveg nýtt, það er að þú getur gert þínar eigin hetjur. Þessi möguleiki virðist svalur fyrst en verður soldið eins vegna litlu úrvali sem maður getur valið úr, en er samt sem áður cool. Þú velur race fyrst. Síðan Appearance, síðan stats og síðan powers. Og ekki má gleyma nafninu á hetjunni ;)

Hvernig þú byggir hlutina núna, þá er það ekki þannig að þú verður að taka Outpost og byggja á ákveðnum reitum út frá því, heldur geturðu byggt hvar sem er á mappinu með “Workers”. Þetta er orðið bara miklu meira eins og Warcraft t.d. sem er miklu betra að mínu mati

Pop Limit: Allir geta nú byggt sama magn af gaurum sem ræður af því hversu marga resource giver þú hefur, einn Resource giver eins og dæmi má nefna Foundy hjá Isengard gefur 50 POP.

Ég er ekki alveg klár á því hvað POP limitið í leiknum er, en ég hef alveg náð uppí 1250 POP. Hef aldrei testað hversu hátt það getur farið.

Nú eru einnig “Boats” fáanlegir. Þá eru transports og attacking ships og ég þarf varla að fara nánar út í það. Hinsvegar geturðu ekki byggt þinn eigin Shipyard en ég mun koma að því núna.

Núna þegar þú þarft ekki að fara langt til þess að finna nýja stöð eins og í BFME 1 þá eru samt ákveðnar byggingar sem þú getur tekið yfir. Dæmi má nefna Inn's sem að gefa þér þann eiginleika að byggja ákveðna units á mjög litlu verði, og einnig extra resource givers og fleiri byggingar, eins og Shipyard. ;)

Hver batallion er með meira magn af units núna en var í BFME 1. Þeir sem spiluðu hann vissu fyrir hvern Soldiers of Gondor sem þeir gerðu fengu þeir bara 5 gaura, núna er það meira eins og 20. Og nú geta bardagarnir orðið miklu stærri eins og margir sáu í Cinematics í BFME 1, þá sá maður alveg gríðarlegan stóran bardaga en það var ekki möguleiki að þú gast fengið svona stórt herlið út af POP cappinu sem var í BFME 1 sem sökkaði verulega.

Eitt sem mér fannst vanta í BFME 1 voru Nazguls án þess að þeir þurftu að vera á Fel Beast, og já, það er búið að gera Nazguls fyrir Mordor sem geta verið on foot eða á mounti XD og einnig eru Haradrims komnir með boga. (Djöfull hataði ég þessi spjót sem þeir voru með í BFME 1)

Eins og í BFME 1 þá var til möguleiki sem að hét Skirmish, þarf ekkert að segja neitt um hann frekar vegna þess að hann er mjög svipaður eins og í BFME 1, nema þó að Gollum er alltaf einhverstaðar ráfandi á kortinu og geta spilarar drepið hann og tekið hringinn. Ef þú ert Good og færð hringinn, þá fyrir ákveðinn pening geturðu kallað fram Galadriel Storm Queen á kortinu, og ef þú ert Evil þá geturðu fengið sjálfan Herra Myrkraaflana hann Sauron!!!! :D

Svo er eitt nýtt, sem að heitir “War of the Ring” Mér finnst alveg fáranlega erfitt að útskýra þetta fyrirbæri, en ýminduð ykkur RISK með kort af Middle Earth og leikreglurnar eru eins og í borðspilinu “Axis & Allies” þeir sem vita eitthvað um það spil. Þetta er mjög skemmtilegt og það er meira að segja hægt að spila á því í Network alveg uppí 6 spilara. Alveg hreint magnað :D

Ég vil ekki hafa þetta of langt, þetta var bara svona smá kynning af leiknum og hvet ég alla Hardcore Strategy spilara að eignast hann í safnið.

Ég er sjálfur búinn að klára allan Campaign, bæði með Good og Evil og finnst synd hvað þeir eru stuttir. Ég er aðalega bara í því núna að LAN-a með vinum mínum í þessum leik og er ennþá að finna nýjar strategy aðferðir og þess háttar og ætla ég að vera PRO spilari í þessum eins og í BFME 1.

Endilega kíkjið á þennan…..

Kveðja Kjell…..