C&C: The First Decade Fyrir rúmlega 10 árum síðan, eða 31. Ágúst 1995, kom út leikurinn Command & Conquer, einnig þekktur sem Tiberian Dawn. Síðan þá hafa komið út 6 aðrir leikir undir C&C titilinum ásamt fjöldan allan af aukapökkum. Í tilefni 10 ára afmæli fyrsta leiksins ákvað EA að gefa út pakkann “C&C: The First Decade”, eða “Fyrsti Áratuginn”. Í þessum pakka eru 6 leikir af 7 sem hafa komið út, ásamt öllum aukapökkum. Ég ákvað að skrifa smá grein um leikina í þessum pakka ásamt fjalla smá um pakkann sjálfann.


Command & Conquer: Tiberian Dawn
31. Ágúst 1995

Leikurinn sem sparkaði seríunni af stað. Sagan segir frá því að lofsteinn sem lendir á jörðini inniheldur kristal sem kallast Tiberium. Bræðrafélagið Nod notar óendanlega möguleika kristalsins til að heyja stríð á móti hinum vestræna heimi og fyrir vikið sendir Sameinuðuþjóðirnar sérstakan her til að berjast á móti Bræðrafélaginu. Uppúr því hefst þvílík barátta á milli góðs og ílls sem fer fram víða um heim.

Leikurinn sem vann sig inn í hug og hjörtu margra leikmanna. Andrúmsloftið sem leikurinn býr til er einstakt, hvort sem það er að stýra heilli hersveit í að verja ákveðið svæði í ákveðin tíma eða að stjórna sérsveitarkalli í gegnum óvinveitt svæði. Tónlistin setti gríðarlegan svip á leikinn ásamt littlu þrívíddar og/eða leiknu videoin sem komu inn á milli barráttunar og sögðu söguna.

Command & Conquer: Red Alert
31. Október 1996

Annar leikur í seríunni sem gerist í öðrum heimi en sá upprunalegi(eða um 50 árum áður). Þar hefur vísindarmaður búið til tímavél sem hann notar til að taka út Hitler áður en síðari heimstyrðöldin byrjar. En afleiðingarnar leiða þó samt til stríðs þar sem Josef Stalín ræðst inn í vestur evrópu. þá ákveður Vestur evrópa að mynda bandalag á milli sín til að verjast sovésku hervélinni og enn og aftur fer heimurinn í stríð.

Rétt eins og með fyrri leikinn er andrúmsloftið magnað í Red Alert og sagan jafnvel magnaðari. Bjargaðu Evrópu úr klóm Sovétríkjana með nýjustu tækninni á bæði landi og sjó, eða gerðu Jósef Stalín stoltan og eyðilegðu allt sem í vegi þínum verður með hinum stórfenglegu Sovésku Mammoth-Skriðdrekum. Tónlistin heldur áfram að setja sinn svip á leikinn, og þar á meðal verður til eitt stórfenglegasta tölvuleikja lag allra tíma, samkvæmt margra aðdáðenda, Hell March. :)

Command & Conquer: Tiberian Sun
27. Ágúst 1999

Þriðji leikurinn í seríunni og framhaldið af Tiberium Dawn. Tiberium Sun byrjar meira en 20 árum eftir Tiberium Dawn og er heimurinn orðinn útbreiddur af Tiberium kristölum og flestir fluttir til Norðurheimskauts svæðið til að koma í veg fyrir stökkbreytingu útaf kristölunum. GDI berst um yfirráð á ómenguðum svæðum á meðan NOD byrjar tilraunir á stökkbreytingum í hellum sínum, neðanjarðar. Inn á milli stríðið eru þeir gleymdu, “The Forgotten”, Stökkbreytt fórnarlömb tiberium kristalana, vanræktir af GDI og misnotaðir af NOD.

Tiberium Sun hefur dimmra andrúmsloft yfir sér og fær maður stundum tilfinninguna á að maður er eitthver sem maður vill ekki vera. Hinnsvegar er leikurinn flottur í nýrri og endurbættri vél. Nú myndast alvöru gígar við sprengingar og geta bardagar gerst að nóttu til. Þjónaðu bræðrafélaginu enn einu sinni eða taktu stjórn á herum GDI í framhaldi á leiknum sem vann sig inn í hug og hjörtu margra. Tónlistin hefur venjulega C&C fílinginn en þó aðeins dimmri stíl sem passar leik og sögu mjög vel.

Command & Conquer: Red Alert 2
26. Október 2000

Fjórði leikurinn í seríunni og framhaldið af Red Alert. Í Red Alert 2 sér Romanov, harðstjóri undir stjórn bandamanna, tækifærið til að hefna sín á vestrænni menningu fyrir tap Sovéska ríkisins frá því úr Red Alert. Romanov hefur flutt hermenn sína úr Sovétríkjunum undanfarin ár og þegar borgarastyrjöld upphefst í Mexíkó ákveður hann að láta til skara skríða. Úr því verður mikið stríð á milli Bandamanna og Sovétmanna enn og aftur, en nú víða um Bandaríkin.

Andrúmsloftið er ekki eins dularfullt og í fyrri leiknum, en heldur manni þó nógu vel við leikinn. Frank Klepacki heldur áfram að setja sinn tónlistar stíl á leikinn þar sem maður tekur stjórnvöld á Sovéskum innrásarher eða ákveður að berjast á móti sovésku hervélini enn einusinni, nú til að vernda Bandaríkin. Flottar þrívíddar myndir og leikin video halda uppi söguþræðinum eins og venjulega. Flott framhald á frábærum leik.

Command & Conquer: Renegade
26. Febrúar 2002

Leikurinn sem skipti um stíl. Í staðin fyrir Rauntíma-herkænskuleik gerði Westwood Renegade að Þrívíddar-skotleik sem gerist í sama stríði og Tiberium Dawn. Þar leikurðu Nick “Havoc” Parker, sérsveitar mann hjá GDI, sem er falið það verkefni að finna Dr. Ignatio Mobius. Dr. Mobius var rænt af Svörtu Hönd Nod, Sérsveit brærðafélagsins, til að fá hann í að þróa tilraunirnar með tiberium stökkbreytingu hermanna.

Jafnvel þótt maður sé í allt öðruvísi leik, finnur maður samt fyrir því að maður er í sama heimi. Orca þotur fljúga yfir þig og veita þér hjálp þegar þörf er á og þér líður ekki eins og þú sért alltaf einn að berjast við alla óvinina. Þú getur einnig stokkið sjálfur upp í nánast hvaða farartæki sem er og stýrt því, þar á meðal hinum alræmda Mammoth Skriðdreka. Tónlistar höfundurinn Frank Klepacki dregur upp gömlu Tiberium Dawn lögin í nýjum undirbúningi fyrir Renegade og er útkoman frábær. Æðisleg viðbót við C&C heiminn.

Command & Conquer: Generals
11. Febrúar 2003

Eftir kaup EA á westwood breytist ýmislegt og þar að auki kemur nýr herkænskuleikur í seríuna. Þessi leikur á að gerast 20 árum inn í framtíðina, það er að segja eftir 17 ár eins og er, en hann segir frá baráttu Bandaríska og Kínverska hersins við hin alræmdu hryðjuverkasamtök, GLA, þar sem barist er gjörvalt um Mið-Austurlöndin og Asíu.

Glænýr heimur í glænýrri þrívíddar vél sem er settur í nútímalegri stíl en aðrir C&C leikir. Þar stýrirðu þrem mismunandi herum og hefur hver her sinn sérstakann stíl varðandi herkænsku. Það er dálítil saga í leiknum, en voðalega lítið plott miða við aðra leiki í seríunni. Tónlistinn breytist heldur betur fyrir nýja heiminn og er Bill Brown (Rainbow Six, Ghost Recon) fenginn til að hanna tónlistina í föðurlandslegum stíl, sem passar nokkuð vel við þennan nýja heim.

Comand & Conquer: The First Decade
07. Febrúar 2006

10 ár eftir að fyrsti leikurinn kemur út, ákveður EA að gefa út safnpakka af flestum leikjum úr C&C seríunni. Þeir sleppa þó Sole Survivor úr þessum pakka, hugsanlega vegna þess að það er netleikur, og ekki mikið gagn á honum eins og er. Ásamt því að að flestir leikirnir eru í pakkanum, eru þeir allir uppfærðir í nýjustu útgáfu sem og að allir aukapakkarnir fylgja með. Leikirnir hafa verið uppfærðir svo þeir spilast í tölvum nútímans en ekkert annað hefur verið breytt við þá svo að vitað sé. Upplausnin á Tiberium Dawn og Red Alert heldur áfram að vera 640x400/480.

Ásamt leikjunum fylgir Bónus diskur sem inniheldur meðal annars viðtal við stofnanda Westwood og höfund C&C seríuna, Louis Castle. Einnig er að finna þar video af hönnun leikjana, video-myndir búnar til af aðdáðendum og ýmsar concept myndir ásamt svo fleira. Þannig má í raun segja að þú eignast 12 stykki af leikjum þegar þú verslar þennan pakka plús svo bónus diskinn, sem gerir þetta að algjörri skyldueign, að mínu mati, fyrir alla C&C aðdáðendu/ofstækismenn.

Hann ætti að vera kominn í sölu hjá BT um 16. Febrúar, og finnst mér líklegt að hann muni kosta um 4000 kr, en ekkert staðfest verð er á honum, svo mikið sem ég veit allavega.

Vona að þessi grein hafi þjóna eitthverjum tilgangi, þótt það sé ekki meira en að skemmta sjálfum mér með að fara í gegnum heimildirnar og rifja upp gamlar og góðar stundir.
Takk fyrir mig.

Heimildir:
- Planet CNC
- CNC Den
- Frank Klepacki


Kveðja
Jói