Síðasta föstudag keypti ég mér Emperor: Battle for Dune, og eftir að hafa spilaða hann í nokkurn tíma hef ég myndað mér góða skoðun á leiknum.

Það eru nokkrir punktar sem að valda mér vonbrigðum:

1. Öll þrjú “campaignin” eru frekar lík, borðin koma nokkurn veginn í sömu röð og stundum ekkert of mikill munur þar á.

2. Þú ert nær alltaf að gera það sama, þó að í sumum borðum eru undantekningar: Vernda eða ráðast á baróninn, koma hertoganum í burtu… en samt er aðaltakmarkið venjulega bara að hertaka svæðið á undan óvininum.

3. Mér finnst ekk nógu mikið úrval af vopnum og byggingum. Sum vopn virka á svipaðan hátt, og þegar upp er staðið ráða brögð og hertækni ekki úrslitunum heldur stærð og máttur.

Myndböndin eru vel gerð, og lífga mikið upp á leikinn. Eins eru undirflokkarnir 5 mjög sniðug viðbót. Það getur verið mjög sniðugt að nota t.d. Ix tækni gegn Fremen hermönnum, eða hafa Sardaukar fyrir mikinn styrk.

Þrívíddin fór aðeins í taugarnar á mér fyrst, en nú þegar að ég hef vanist henni segi ég að leikurinn virkar mjög vel. Þó vildi ég helst að leikurinn væri í tvívídd.

Emperor er ágætur leikur fyrir þá sem að eru pínulítið vanir herkænskuleikjum, en þið skuluð ekki búast við meistaraverki sem að mun sópa að sér verðlaunum. Westwood héldu sig við formúlu sem að virkar, og það sést.

Ég myndi gefa leiknum 83%.