Jæja ég tók mig til í dag og skellti RA2 aftur í eftir langt hlé. Ég þurfti nefnilega að formatta tölvuna á sínum tíma, skrifaði þá save-in á disk(ég á bara Soviet disk, þannig að þetta voru bara save með þeim) og hef ekki hreyft við þeim síðan, ég var í þriðja síðasta missioninu, átti bara eftir að láta engenier-inn labba inní Battle-labið, var búinn að hreinsa allt annað út(og m.a. fá Yuri Prime úr kassa!).

Eftir þetta tók við borðið þar sem maður þarf að rústa Kreml(og ég hélt jafnvel að þar væri komið síðasta borðið). Ég byrjaði illa og óvinirnir baunuðu svoleiðis á mig árásum(drap yfir 1200 andstæðinga) og ég var að spá í að gefast upp og reyna aftur, en ég þraukaði! Ég hóf að byggja mig hægt og örugglega upp, og fjöldaframleiddi Apocalypse tanka eins og óður maður(þeir eru mitt uppáhalds vopn). Síðan skellti ég upp Nuke silo og þá sendi Yuri á mig fimm milljón Kirov, en reyndar bara tvö í einu. Ég fékk það tip að byggja “a lot of” flak cannons en þar sem ég átti ekkert æðislega mikið af peningum lét ég bara tankana sjá um að skjóta Kirovana. Á endan var ég svo búinn að byggja slatta af flak traks og stillti þeim bara um í beinni fluglínu Kirovna, og þá hófst stórsókn fyrir alvöru með 20-30 Apocalypse og voru margir þeirra komnir með þrjár stjörnur eftir öll Kirovin og bara alla þessa kalla sem talvan hafði sent á mig!

Ég var búinn að droppa tveimur núkkum á Kreml fyrir áhlaupið og í bæði skiptin búinn að grilla gríðarlegan fjölda af Yuri-um. Síðan þegar ég mætti á mínum skriðdrekum(hafði vit á því að skilja nokkra eftir fyrir utan) sá ég fullt af Yuri-um, tvö Cloning Vats bara óhugnalega mikið af byggingum(Það voru örugglega fleiri klón stöðvar þarna). Ég sá strax að ég var að ana útí tóma vitleysu en ákvað samt að halda áfram, gat hvort eð er ekkert flúið undan Yuri-unum, þeir náðu öllum Apocalypsunum nema tveimur! Þá átti ég aðra núkku tilbúna sem ég droppaði á Barrakkið hjá þeim og grillaði slatta af Yuri-um, og náði þannig í eitthvað um 15 tanka aftur, og hófst strax handa við að skjóta byggingar(aðallega byssur svo að ég kæmist að Kreml!) Komu þá ekki svona tuttugu Yuri-ar eða svo labbandi undan skugganum og ég hopaði, með þá tanka sem Yuri-arnir náðu ekki.

Nú voru góð ráð dýr því ég sá að skriðdrekarnir myndu aldrei nokkurn tíman komast fram hjá öllum þessum Yuri-um, en þá datt mér snjallræði í hug, hundar! Ég bjó til tuttugu stykki og reif Yuri-ana síðan í mig eins og ekkert væri, en þá var einmitt núkka tilbúin og þar sem talvan gerði aldrei við Kreml var hún akkúrat passleg til ljúka verkinu, ég droppaði henni og borðið var unnið.

Leikurinn var ekki búinn, eitt borð eftir, það byrjaði illa, ég var ekki búinn að gera neinar varnir þegar þeir Cron-uðu á mig árárs, þannig að ég byrjaði aftur, og vann borðið þá hægt og bítandi. Tók fyrst út allan sjóflota og skaut síðan eins langt uppá land og hægt var. Síðan flutti ég Apocalypse tanka yfir og setti á þá iron curtain, og mesta vinnan var eiginlega að finna Cronosphere-ið, en þegar ég loksins kom þangað átti ég bara 6 tanka eftir, alla með þrjár stjörnur, Kirovin þrjú voru nýhröpuð, en búin að vinna sína vinnu vel.

Iron curtain var tilbúið og núkka líka. Ég skellt því iron curtain á tankana sex og hóf loka áhlaupið, síðan þegar Cronosphere-ið kom í ljós undan skugganum droppaði ég bara núkku á það, þar sem mínir menn voru varðir með iron curtain! Loksins þegar núkkan lenti var iron curtain-ið búið en þar sem Apocalypse skriðdrekar eru gríðarlega sterkir(tala nú ekki um þegar þeir eru þriggjastjörnu) varð þeim ekki meint af. Cronosphere-ið sprakk hins vegar í tætlur og ég vann leikinn, loksins :)
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _