Rome : Total Realism (mod) Eftir beiðni, þá mun ég núna skrifa um eitt frábært mod fyrir Rome:Total War, nefnilega… Rome: Total Realism

RTR er eitt af Rome’s stærstu moddum, það breytir gjörsamlega öllu í leiknum, ný svæði, bæjir, unit og hellingur af öðrum litlum nær ósýnilegum hlutum (merki á skjöldum o.s.f) (þess má geta að þessi 3 unit til hægri, munu koma í 6,0 þegar hann kemur út.)
Kortið hefur verið stækkað gríðalega þannig að núna eru allar Bretlandseyjar með, hluti af Noregi og Svíþjóð, og svæði sem að nær langt inn í Asíu..
Þannig að kortið er orðir svona í moddinu: http://img225.echo.cx/img225/3198/alltkortid3qt.jpg
Moddið er komið upp í útgáfu 5,4 og er verið að gera útgáfu 6,0 núna, sem að mun setja ennþá fleiri hluti inn. (þess má geta að þessi 3 unit til hægri, munu koma í 6,0 þegar hann kemur út.)
Til að sjá allar breytingar sem að hafa komið kíktu þá hér : http://www.twcenter.net/zonelord11x/Rome_Total_Realism_README_v5.4.txt

En já, RTR var búið til, til þess að gera Rome raunverulegri (ein og titillinn segir) nöfn á þjóðum hafa verið breytt í raunveruleg nöfn, dæmi er Egyptar, sem að núna kallast : The Ptolemaic Empire, eins og þeir hétu í sögunni (þess má geta að það er búið að gerbreyta öllum her Egypta).
Ný lönd og borgir, breytt nöfn á borgum er bara nokkrir hlutar af breytingunni en eitt af því flottasta er ZoR (Zone of Recruitment) kerfið sem að er búið að setja inn, það gerir að verkum , að ef að þú ert til dæmis Rome, þá geturu ekki búið til Hastatii í löndum sem að eru í öðrum zone en þú.
http://img214.echo.cx/img214/4526/zorsystem3av.jpg (þess má geta að þetta er eins og ZoR verður í 6,0)

En já til að “enda” þessa stuttu grein þá ætla ég að hafa smá staðreyndir um hinar ólíku þjóðir í RTR.

Rome
Kort af byrjunarstöðu : http://img152.echo.cx/img152/1065/romesenate4dh.jpg
Brutii og Scipii hafa verið teknir út og í staðinn er núna bara Rome, í rauðum lit (heita ekki Julii)
Ekki margar breytingar eru hjá þeim, enda voru þeir með flestu hermennina þegar leikurinn kom út.

S.P.Q.R.
Kort af byrjunarstöðu : http://img152.echo.cx/img152/1065/romesenate4dh.jpg
Ekki hægt að spila þá en hef þá samt hér, þeir eru bara pirrandi eins og venjulega og eru alltaf að skipa þér að gera fáránleg verkefni

Macedon
Kort af byrjunarstöðu : http://img152.echo.cx/img152/8357/thegreekcitiesmacedon4rt.jpg
Hafa fengið nokkur ný svæði, hernum hefur ekki verið breytt mikið.

Greek Cities
Kort af byrjunarstöðu : http://img152.echo.cx/img152/8357/thegreekcitiesmacedon4rt.jpg (Grikkir hafa líka 2 borgir á Sikiley)
Grikkir hafa fengið helling af nýju landsvæði en eru þar á móti alltof dreyfðir.

The Ptolemaic Empire
Kort af byrjunarstöðu : http://img84.echo.cx/img84/4992/theptolemaicempire1hc.jpg (hafa líka borgir í Suður-Tyrklandi)
Landið sem að hefur alltaf verið og ríkt er það ennþá, þó svo að annað hefur verið reynt.
Það er búið að gjörbreyta öllum hernum þeirra.

The Seleucid Empire
Kort af byrjunarstöðu : http://img84.echo.cx/img84/6124/theseleucidempire1je.jpg
Eins og þú væntanlega sérð á minimap, þá strekkir land Seleucid sig, langt inn í Asíu og gefur þeim bæði mikið af pening, en líka mjög erfitt með að halda ríkinu saman.

Carthage
Kort af byrjunarstöðu : http://img84.echo.cx/img84/5779/carthage5ma.jpg (þeir hafa svæði út um allt :P)
Glæstir og ríkir, núna er Carthage ekki lengur hestamatur fyrir Rómverja, reyndar eru Rómverjar orðnir svínamatur fyrir Carthage

Pontus
Kort af byrjunarstöðu : http://img84.echo.cx/img84/7271/pontus6dc.jpg
Lítið land sem að af eitthverjum ástæðum, breytist sjaldan

Parthia
Kort af byrjunarstöðu : http://img77.echo.cx/img77/8531/parthia2qs.jpg
Eru ekki með mikið land en aftur á móti mjög stóra heri, ég mæli með að þú gerir strax árás ef að þú spilar þá.

Gaul
Kort af byrjunarstöðu : http://img77.echo.cx/img77/8317/gaul5ni.jpg (hafa lönd i norður Ítalíu líka)
Búnir að fá nokkra nýja hermenn.

Germania
Kort af byrjunarstöðu : http://img77.echo.cx/img77/4774/germania5ai.jpg
Gargandi barbarar sem að eru orðnir miklu veikari í RTR, og eru því erfiðari í spilun.

Britannia
Kort af byrjunarstöðu : http://img238.echo.cx/img238/6241/britannia5wl.jpg
“Bretar” eru núna búnir að flytjast gjörsamlega bara yfir á Bretland (mæli með að taka Írland strax)

Armenia
Kort af byrjunarstöðu : http://img238.echo.cx/img238/1503/armenia2fb.jpg
Nokkur ný lönd, ekki mikið meira að segja….eða jú, þrælskemmtilegir í spilun.

Dacia
Kort af byrjunarstöðu : http://img238.echo.cx/img238/8692/dacia7np.jpg
Lönd……. (ég hef ekki spilað næstum því allar þjóðinar svo að ég veit ekki allt :P)

Numidia
Kort af byrjunarstöðu : http://img238.echo.cx/img238/9377/numidia7fi.jpg
Athugið.. Eiga að vera orðnir erfiðasta þjóðin í spilinu, þar sem að þeri eru nú með stóríkið Carthago hliðiná sér.

Sarmatians
Kort af byrjunarstöðu : http://img238.echo.cx/img238/3190/sarmatians9fd.jpg
Annað breytt nafn á þjóð, búnir að fá helling af nýjum “hestaköllum”

Iberia
Kort af byrjunarstöðu : http://img238.echo.cx/img238/9092/iberia5vj.jpg
Er að spila þá akkurat núna, ansi skemmtileg þjóð. (mæli með að þú hendir Gaul og Cathage eins hratt og þú getur út úr Iberiu)

Thracians
Kort af byrjunarstöðu : http://img170.echo.cx/img170/3936/thracians0su.jpg
Ef að þú spilar þá, þá verðuru að gera árás strax á aðrar þjóðir, annars þarftu að eyða hernum þínum. (eiga ekki nógu mikinn pening og fá ekki nógu mikinn pening á byrjun.


Ef að þér langar að vita eitthvað meira um þetta mod, frá mér, spurðu þá bara hérna.

Ég þakka Harrier á huga, fyrir að hafa lesið yfir og lagað stafsetningarvillur í þessari grein.
Ég er búsettur í útlöndum (Svíþjóð) þannig að vinsamlegast fyrirgefið stafsetningarvillur.