Rome: Total War (mín reynsla) Jæja, ég ætla að fá að segja hérna frá einum af uppáhalds herkænsku leikjunum mínum, sem er,
eins og titillinn segir Rome: Total War

Í fyrsta sinn sem að ég frétti af þessum leik var á síðasta ári,
ég var að flakka um á http://www.gamespot.com þegar ég fann myndband frá honum.
Í um það bil 5 mínútur missti ég kjálkann á mér, allt virtist vera svo fullkomið við hann,
seinna þegar ég sá fleiri myndbönd gerðist það sama, aftur og aftur,
ég ákvað að panta leikinn og beið heima í heilar 2 vikur eftir útgáfudeginum.
Síðan þegar leikurinn kom loksins til mín beið ég ekki sekúndu, ég reif hann úr umbúðunum og henti honum í geisladrifið.
Og vá, þvílík snilld, geggjað, nett og flott… allar þessar hugsanir þutu í gegnum höfuðið á mér á meðan ég slátraði gaulverjum,
en ekki leið á löngu áður en ég sá alla gallana sem að voru í leiknum.
Eins og margir aðrir sem að hafa spilað leikinn (ég er ekki að alhæfa,
þá fannst mér ég hafa verið svikinn að sumu leiti, það voru alveg rosalega mikið af göllum í leiknum,
það vantaði líka suma hluti, borginar sem dæmi voru ekki nærri því eins flottar og maður sá í myndböndunum (ekki grafíklega séð)
og mikið af hlutunum sem að höfðu verið í Medival voru farnir.
En núna spila ég hann glaður, enda er ég að spila moddaða útgáfu af leiknum (Rome: Total Realism)
En annars mæli ég með að fólk kaupi sér Rome, leikurinn er frábær þegar maður hefur sett báða plástrana inn
plús aðra sem að eru gerðir af fólki sem að hefur ekkert annað að gera (ég er annars mjög þakklátur þeim).
*Kannski var þessi grein ekki það mikið um leikinn heldur meira um mína reynslu af honum (eins og greininn segir),
en mér er alveg sama, aftur á móti þá mun ég glaður taka við ábendingum um hvað ég hefði getað gert betur.

Takk fyrir að lesa.. DrDie
Ég er búsettur í útlöndum (Svíþjóð) þannig að vinsamlegast fyrirgefið stafsetningarvillur.