Nú eru fyrstu dómarnir á Emperor: Battle for Dune að koma, og ég er nýbúinn að sjá dóminn frá PCGamer UK. Þeir gefa honum 82%.

“Vondu fréttirnar eru, að þetta er Command & Conquer alveg upp á nýtt. Góðu fréttirnar eru, að þetta er Command & Conquer alveg upp á nýtt. Leikurinn er vel gerður og ekkert hefur verið sparað til þess að gefa spilaranum þennan gamla Dune 2-fílíng. En því miður er þetta samt bara endurgerð af Dune 2, eða nánar tiltekið, Dune 2000.”

Ég hef verið að skoða þetta og sé að nú er hægt að ráða HVAÐA landsvæði maður ræðst á, HVAÐAN maður ræðst á það og svo fær óvinurinn líka tækifæri til að gera það sama við þig. Kemur flott út, og vonandi verður þetta fært að einhverju leyti yfir í multiplayer!

PCGamer segir að þrívíddar-vélin komi vel út. Hún leufir þér að snúa þér í hring, og zooma inn og út… en bara smá. Reyndar hefði mátt sleppa þrívíddinni, en markaðurinn í dag leyfir það bara ekki.

“Emperor kemur vel út, en hefði getað verið svo miklu meira. Westwood eru ekki að reyna að gera eithvað nýtt með þessum leik, og hann á eftir að fá mikla athygli.”

Emperor: Battle for Dune kemur út um miðjan júní.