Flestir hafa eflaust heyrt um hinn væntanlega aukapakka fyrir Red Alert 2, Yuri's Revenge. Þó er þetta ekki bara aukapakki, heldur einnig nokkurs konar nýr leikur, því að heil ný hlið er kynnt ásamt fullt af nýjum vopnum og borðum. Einnig mun aukapakkinn ekki vera merktur Red Alert 2, heldur Command & Conquer.

Nýja sagan gerist eftir atburði Red Alert 2. Sovéska Lýðveldið hefur verið sigrað og allt hefur orðið kyrrt og friðsælt. Enginn heldur að nokkuð geti gerst til þess að spilla hinum nýja heimsfriði. Rangt. Skyndilega skýtur Yuri upp kollinum og með hjálp síns nýja hers og fullkomna tækjabúnaði nær hann undir eins heimsyfirráðum. Til allrar hamingju nær hann þó ekki San Fransisco og gefur það Bandamönnunum færi á að koma tímavél Einsteins aftur í lag og senda Tanyu, Evu og þig aftur í tímann til þess að stöðva Yuri.

Hægt verður að spila bæði sem Bandamenn og Sovéska Lýðveldið í gegnum 14 borð þar sem að aðalmarkmiðið verður að stöðva Yuri og koma í veg fyrir að hann nái nokkurn tímann heimsyfirráðum. Því miður virðist þó vera sem að her Yuri verði ekki spilanlegur nema í multiplayer.

Her Yuri mun hafa rúmlega 11 hermenn og tæki og 15-19 byggingar. Westwood vilja ekki gefa upp miklar upplýsingar og kjósa frekar að kynna leikinn almennilega á E3 sýningunni, en eins og margir vita verður hún í næsta mánuði. Þeir hafa þó þeir ákveðið að sýna okkur nokkrar nýjungar, og er hægt að nálgast upplýsingar um þær á <a href="http://gamespot.com/gamespot/stories/previews/0,10869,2707579-2,00.html">GameSpot kynningunni</a>.

Sjálfur get ég varla beðið eftir þessum aukapakka, sérstaklega þar sem að hann á eftir að breyta því hvernig við spilum hann. Aðalstyrkleikar nýja hersins eru að þeir geta stolið mörgum af þínum eigin vopnum og notað þau gegn þér og að sumar byggingar þeirra eru hreyfanlegar.